Brennimerktur en ber það með sóma en ekki skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 11:31 Kristinn Óli varð landsþekktur á nokkrum klukkustundum þegar hann gaf út lagið B.O.B.A. Vísir/vilhelm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Einkalífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Einkalífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira