Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2021 18:41 Móðir Guðbjörns lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er nú kominn til starfa á Landspítalanum. „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. Líkt og fréttastofa hefur fjallað ítarlega um telur lögregla að dauðsföll sex sjúklinga Skúla Tómasar hafi borið að með saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra eru til rannsóknar. Guðbjörn furðar sig á því að Skúli Tómas fái að starfa hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að manndrápsrannsókn standi yfir. „Ég hef áhyggjur af þeim sjúklingum sem hann er mögulega að sinna. Mér finnst hann ekki hafa neitt erindi á spítalanum þangað til búið er að fá niðurstöðu í þessa lögreglurannsókn,” segir hann. Skúli var sviptur starfsleyfi sínu eftir að rannsókn landlæknis á máli móður Guðbjörns lauk, en fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við forstjóra Landspítalans vegna málsins en alltaf verið hafnað. Þá hefur Guðbjörn sjálfur óskað skýringa frá Landspítalanum en ekki haft erindi sem erfiði. „Mér finnst þetta mjög einkennilegt. Mér finnst mjög skrítin þessi þögn sem virðist umlykja þetta mál,” segir hann. Enn fremur sé ákveðinn tvískinnungur fólginn í því að læknir sem nýlega var sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu hafi samstundis verið settur í leyfi frá störfum – en ekki læknir sem sæti lögreglurannsókn. „Það hafa komið upp önnur mál, mjög alvarleg en ekki eins alvarleg og mál móður minnar, og í þeim tilfellum hefur fólki verið gert að hætta að vinna á meðan málið er rannsakað. En í þessu máli, þar sem eru ellefu meint fórnarlömb, að þar fær Skúli að starfa óáreittur á spítalanum.” „Skelfilegasta sem ég hef upplifað” Skýrsla landlæknis um mál móður Guðbjörns er ítarleg og svört, en þar er Skúli meðal annars sakaður um röð alvarlegra mistaka og hirðuleysi í starfi. Guðbjörn segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á móður sína í þessum aðstæðum. Hún hafi ekki verið með neina lífsógnandi sjúkdóma og hefði ekki þurft að deyja. „Þetta er það skelfilegasta sem ég hef upplifað og óska ekki neinum að þurfa að horfa upp á svona. Það tók ellefu vikur að draga hana til dauða. Hún fékk sýkingar sem voru ekki meðhöndlaðar og hún var með legusár sem náðu inn að beini. Hún fékk ekki deyfingu þegar það var verið að hreinsa sárin og var sárkvalin. Hún fékk drep í eyrað og það datt hluti af því af,” lýsir Guðbjörn, en lífslokameðferð á aðeins að taka örfáa daga – ekki ellefu vikur líkt og í tilfelli móður hans. Guðbjörn segir það eðlilega og sanngjarna kröfu til stjórnenda Landspítalans að ræða við aðstandendur. „Mér þætti vænt um ef aðstandendum yrði til dæmis boðið á fund þar sem þetta yrði rætt. Og mér finnst mjög einkennilegt af þeim að segjast ekki ætla að ræða þetta. En ég vona að stjórnendur spítalans skipti um skoðun og bjóði okkur að ræða við sig.” Læknamistök á HSS Landspítalinn Tengdar fréttir Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Líkt og fréttastofa hefur fjallað ítarlega um telur lögregla að dauðsföll sex sjúklinga Skúla Tómasar hafi borið að með saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra eru til rannsóknar. Guðbjörn furðar sig á því að Skúli Tómas fái að starfa hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að manndrápsrannsókn standi yfir. „Ég hef áhyggjur af þeim sjúklingum sem hann er mögulega að sinna. Mér finnst hann ekki hafa neitt erindi á spítalanum þangað til búið er að fá niðurstöðu í þessa lögreglurannsókn,” segir hann. Skúli var sviptur starfsleyfi sínu eftir að rannsókn landlæknis á máli móður Guðbjörns lauk, en fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við forstjóra Landspítalans vegna málsins en alltaf verið hafnað. Þá hefur Guðbjörn sjálfur óskað skýringa frá Landspítalanum en ekki haft erindi sem erfiði. „Mér finnst þetta mjög einkennilegt. Mér finnst mjög skrítin þessi þögn sem virðist umlykja þetta mál,” segir hann. Enn fremur sé ákveðinn tvískinnungur fólginn í því að læknir sem nýlega var sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu hafi samstundis verið settur í leyfi frá störfum – en ekki læknir sem sæti lögreglurannsókn. „Það hafa komið upp önnur mál, mjög alvarleg en ekki eins alvarleg og mál móður minnar, og í þeim tilfellum hefur fólki verið gert að hætta að vinna á meðan málið er rannsakað. En í þessu máli, þar sem eru ellefu meint fórnarlömb, að þar fær Skúli að starfa óáreittur á spítalanum.” „Skelfilegasta sem ég hef upplifað” Skýrsla landlæknis um mál móður Guðbjörns er ítarleg og svört, en þar er Skúli meðal annars sakaður um röð alvarlegra mistaka og hirðuleysi í starfi. Guðbjörn segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á móður sína í þessum aðstæðum. Hún hafi ekki verið með neina lífsógnandi sjúkdóma og hefði ekki þurft að deyja. „Þetta er það skelfilegasta sem ég hef upplifað og óska ekki neinum að þurfa að horfa upp á svona. Það tók ellefu vikur að draga hana til dauða. Hún fékk sýkingar sem voru ekki meðhöndlaðar og hún var með legusár sem náðu inn að beini. Hún fékk ekki deyfingu þegar það var verið að hreinsa sárin og var sárkvalin. Hún fékk drep í eyrað og það datt hluti af því af,” lýsir Guðbjörn, en lífslokameðferð á aðeins að taka örfáa daga – ekki ellefu vikur líkt og í tilfelli móður hans. Guðbjörn segir það eðlilega og sanngjarna kröfu til stjórnenda Landspítalans að ræða við aðstandendur. „Mér þætti vænt um ef aðstandendum yrði til dæmis boðið á fund þar sem þetta yrði rætt. Og mér finnst mjög einkennilegt af þeim að segjast ekki ætla að ræða þetta. En ég vona að stjórnendur spítalans skipti um skoðun og bjóði okkur að ræða við sig.”
Læknamistök á HSS Landspítalinn Tengdar fréttir Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35