Gott ef veiran þróast í átt til minni veikinda en það taki langan tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 21:00 Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/Einar Yfirlæknir á Landspítalanum segir mögulegt að omíkrón-afbrigði kórónuveirunnar reynist meinlausara en fyrri afbrigði. Hann telur ekki sérstaka ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu sem stendur en bendir þó á að á næstu vikum muni umfang og alvarleiki afbrigðisins líklega koma betur í ljós. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann lítið vitað um afbrigðið, sem fyrst greindist í Suður-Afríku. „Vegna þess að það er svo tiltölulega nýtilkomið og stutt síðan menn fóru að greina það. Þannig að það þarf meiri eftrifylgni og athuganir áður en við getum fullyrt hvernig það hegðar sér,“ sagði Karl. Hann sagðist telja ólíklegt að þau bóluefni við Covid-19 sem fram eru komin hefðu engin áhrif á omíkron-afbrigðið, og settu þannig mannkynið á byrjunarreit í baráttu við faraldurinn. „Ég efast nú um það. Við erum ekki aðeins að horfa á það að bóluefnin geti hindrað smit heldur líka að það geti hindrað sjúkdóma, sérstaklega alvarlega. Mér finnst nú ólíklegt að bóluefnin hafi engin áhrif á þetta afbrigði, mér finnst það mjög ólíklegt.“ Hann segir þá mögulegt að þróun kórónuveirunnar sé í þá átt að veiran verði meira smitandi með hverju afbrigðinu, en valdi um leið minni og vægari veikindum. „Við erum náttúrulega að vona það að það komi með þessum nýju afbrigðum og meira hjarðónæmi í heiminum, að þá verði þetta eins og slæmt kvef en ekki eins alvarlegur sjúkdómur og hann er í dag. En það á eftir að líða langur tími þangað til það verður þannig.“ Karl nefnir sérstaklega sjúkdóm sem gekk milli manna á 19. öld og nú er talið að hafi verið kórónuveira. Þróun hennar hafi verið í þessa átt, og nú valdi veiran því sem kalla mætti slæmt kvef. „Ef að veiran er að þróast í þá átt að verða meinlausari, þá er það æskileg þróun. En eins og ég segi, það er dálítið snemmt að fullyrða eitthvað um það, við eigum eftir að sjá betur hvaða afleiðingar hún hefur.“ Aukið álag með nýjum afbrigðum Karl segir að með tilkomu nýja afbrigðisins, sem hingað til hefur greinst sjö sinnum hér á landi, aukist álagið á sýkla- og veirufræðideildina. Það sé vegna þess að tekin séu sýni af fleirum sem tengist þeim einstaklingum sem hafi greinst með afbrigðið. Hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar Delta-afbrigðið, sem er ráðandi afbrigði veirunnar víðast hvar í heiminum, hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið. Næstu vikur muni skýra mikið Hann segir skipta miklu máli að fá svör við þeim spurningum sem vaknað hafa vegna omikrón-afbrigðisins. „Upp á sóttvarnir almennt og til hvaða aðgerðir sóttvarnayfirvöld þurfa að grípa til þess að annað hvort hefta útbreiðsluna ef þörf er á, eða ekki. Á meðan við vitum ekki meira um veiruna þá er mjög mikilvægt að hafa varann á, því ef við gefum henni lausan tauminn og þetta er slæmt afbrigði sem getur haft alvarlega fylgikvilla þá er kannski of seint að grípa inn í, eftir að hún hefur breiðst meira út.“ Næstu tvær þrjár vikur geti gefið miklar upplýsingar „Eins og hefur komið fram er heldur ekki ástæða til þess að hafa neinar stórar áhyggjur,“ segir Karl en leggur þó áherslu á að fólk fylgi þeim sóttvarnatilmælum sem áður hafi verið boðuð. „Við komum þannig í veg fyrir mikla útbreiðslu hér á landi, þannig að við séum í góðum málum ef þetta reynist vera álíka og önnur afbrigði eða verra, sem er nú vonandi ekki.“ Viðtalið við Karl í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann lítið vitað um afbrigðið, sem fyrst greindist í Suður-Afríku. „Vegna þess að það er svo tiltölulega nýtilkomið og stutt síðan menn fóru að greina það. Þannig að það þarf meiri eftrifylgni og athuganir áður en við getum fullyrt hvernig það hegðar sér,“ sagði Karl. Hann sagðist telja ólíklegt að þau bóluefni við Covid-19 sem fram eru komin hefðu engin áhrif á omíkron-afbrigðið, og settu þannig mannkynið á byrjunarreit í baráttu við faraldurinn. „Ég efast nú um það. Við erum ekki aðeins að horfa á það að bóluefnin geti hindrað smit heldur líka að það geti hindrað sjúkdóma, sérstaklega alvarlega. Mér finnst nú ólíklegt að bóluefnin hafi engin áhrif á þetta afbrigði, mér finnst það mjög ólíklegt.“ Hann segir þá mögulegt að þróun kórónuveirunnar sé í þá átt að veiran verði meira smitandi með hverju afbrigðinu, en valdi um leið minni og vægari veikindum. „Við erum náttúrulega að vona það að það komi með þessum nýju afbrigðum og meira hjarðónæmi í heiminum, að þá verði þetta eins og slæmt kvef en ekki eins alvarlegur sjúkdómur og hann er í dag. En það á eftir að líða langur tími þangað til það verður þannig.“ Karl nefnir sérstaklega sjúkdóm sem gekk milli manna á 19. öld og nú er talið að hafi verið kórónuveira. Þróun hennar hafi verið í þessa átt, og nú valdi veiran því sem kalla mætti slæmt kvef. „Ef að veiran er að þróast í þá átt að verða meinlausari, þá er það æskileg þróun. En eins og ég segi, það er dálítið snemmt að fullyrða eitthvað um það, við eigum eftir að sjá betur hvaða afleiðingar hún hefur.“ Aukið álag með nýjum afbrigðum Karl segir að með tilkomu nýja afbrigðisins, sem hingað til hefur greinst sjö sinnum hér á landi, aukist álagið á sýkla- og veirufræðideildina. Það sé vegna þess að tekin séu sýni af fleirum sem tengist þeim einstaklingum sem hafi greinst með afbrigðið. Hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar Delta-afbrigðið, sem er ráðandi afbrigði veirunnar víðast hvar í heiminum, hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið. Næstu vikur muni skýra mikið Hann segir skipta miklu máli að fá svör við þeim spurningum sem vaknað hafa vegna omikrón-afbrigðisins. „Upp á sóttvarnir almennt og til hvaða aðgerðir sóttvarnayfirvöld þurfa að grípa til þess að annað hvort hefta útbreiðsluna ef þörf er á, eða ekki. Á meðan við vitum ekki meira um veiruna þá er mjög mikilvægt að hafa varann á, því ef við gefum henni lausan tauminn og þetta er slæmt afbrigði sem getur haft alvarlega fylgikvilla þá er kannski of seint að grípa inn í, eftir að hún hefur breiðst meira út.“ Næstu tvær þrjár vikur geti gefið miklar upplýsingar „Eins og hefur komið fram er heldur ekki ástæða til þess að hafa neinar stórar áhyggjur,“ segir Karl en leggur þó áherslu á að fólk fylgi þeim sóttvarnatilmælum sem áður hafi verið boðuð. „Við komum þannig í veg fyrir mikla útbreiðslu hér á landi, þannig að við séum í góðum málum ef þetta reynist vera álíka og önnur afbrigði eða verra, sem er nú vonandi ekki.“ Viðtalið við Karl í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira