Frestur vegna tilkynningar um örorku ekki liðinn og Vörður þarf að greiða bætur Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2021 07:02 Landsréttur hafnaði kröfum tryggingafélagsins Varðar um að of langt hefði liðið frá því að maðurinn vissi af varanlegum afleiðingum veikinda sinna þar til hann sendi inn tilkynningu um tjón. Vísir / Vilhelm Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt til að greiða dánarbúi manns bætur vegna örorkutryggingar en ágreiningur var um hvenær manninum var ljóst um varanlegar afleiðingar sjúkdóms sem hann greindist með. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóm Reykjavíkur frá því í júlí 2020 en Vörður áfrýjaði þeim dómi og krafðist þess að bótaskylda væri felld niður. Maðurinn höfðaði málið í janúar 2019 en lést af völdum lungnasjúkdóms síðar sama ár og tók dánarbú hans við málsaðild. Ágreiningur aðila málsins snýr að því hvort réttur mannsins til greiðslu bóta úr örorkutryggingu hafi fallið niður þar sem krafa hans um bætur hafi ekki hafi ekki verið gerð innan árs frá því að hann fékk vitneskju um atvik sem krafan er reist á. Tjónstilkynningin barst tryggingafélaginu 29.september 2017 og niðurstaða málsins réðst af því hvort maðurinn hafi haft vitneskju um það í september 2016 að varanlegt líkamstjón hefði hlotist af lungnasjúkdómnum sem hann þjáðist af. Í dóminum kemur fram að Vörður hafi haldið því fram að tilkynningarskylda hafi stofnast í október 2015. Sjúkdómurinn fylgikvilli af meðferð við hvítblæði Í upphaflega dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er sagt frá því að maðurinn hafi greinst með bráðahvítblæði í júní 2014. Lungnasjúkdómur sem hann greindist með í kjölfarið og að lokum dró hann til dauða var fylgikvilli af meðferð við hvítblæðinu sem hann læknaðist af. Maðurinn hélt því fram að honum hafi fyrst orðið það ljóst í kjölfarið örorkumats í ársbyrjun 2017 að ástand hans vegna lungnasjúkdómsins væri orðið varanlegt og hann hafi þá farið að kanna rétt sinn til bóta. Í tjónstilkynningu í september 2017 tók hann fram að erfitt væri að „tímasetja sjúkdóminn þar sem eitt hefur tekið við af öðru, þetta hafi bara þróast svona með tímanum“. Hafði ekki vitneskju um að lungnasjúkdómur hefði leitt til varanlegs líkamstjóns Í máli Varðar fyrir dómi kemur fram að samkvæmt vottorði læknis á Reykjalundi, en hann svaraði spurningum að beiðni Varðar með samþykki mannsins, hafi maðurinn komið á göngudeild Reykjalundar í október 2015. Þar var tekin tölvusneiðmynd af lungum og framkvæmd berkjuspeglun. Segir að eftir þessa skoðun hafi mátt telja öruggt að greining á lungnasjúkdómnum hafi legið fyrir. Vörður fór fram á að umræddur læknir bæri vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og var fallist á það. Við munnlegan flutning málsins fyrir Landsrétti var sú skýring gefin að læknirinn hefði forfallast. Þá hafi ekki komið fram ósk um að vitnið yrði leitt fyrir Landsrétt. Landsréttur féllst ekki á rök Varðar og segir í dómnum að ekki sé hægt að slá því föstu á grundvelli vottorðs læknisins að maðurinn hafi í október 2015 haft vitneskju um að lungnasjúkdómur hans hafi leitt til varanlegs líkamstjóns. Þá sýna önnur gögn sem fyrir liggja í málinu ekki fram á að maðurinn hafi verið meðvitaður um varanlegar afleiðingar lungnasjúkdómsins fyrir lok september 2016. Réttur dánarbús mannsins til greiðslu bóta frá Verði var því staðfestur af Landsrétti. Auk bótanna þarf Vörður að greiða málskostnað vegna málsins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóm Reykjavíkur frá því í júlí 2020 en Vörður áfrýjaði þeim dómi og krafðist þess að bótaskylda væri felld niður. Maðurinn höfðaði málið í janúar 2019 en lést af völdum lungnasjúkdóms síðar sama ár og tók dánarbú hans við málsaðild. Ágreiningur aðila málsins snýr að því hvort réttur mannsins til greiðslu bóta úr örorkutryggingu hafi fallið niður þar sem krafa hans um bætur hafi ekki hafi ekki verið gerð innan árs frá því að hann fékk vitneskju um atvik sem krafan er reist á. Tjónstilkynningin barst tryggingafélaginu 29.september 2017 og niðurstaða málsins réðst af því hvort maðurinn hafi haft vitneskju um það í september 2016 að varanlegt líkamstjón hefði hlotist af lungnasjúkdómnum sem hann þjáðist af. Í dóminum kemur fram að Vörður hafi haldið því fram að tilkynningarskylda hafi stofnast í október 2015. Sjúkdómurinn fylgikvilli af meðferð við hvítblæði Í upphaflega dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er sagt frá því að maðurinn hafi greinst með bráðahvítblæði í júní 2014. Lungnasjúkdómur sem hann greindist með í kjölfarið og að lokum dró hann til dauða var fylgikvilli af meðferð við hvítblæðinu sem hann læknaðist af. Maðurinn hélt því fram að honum hafi fyrst orðið það ljóst í kjölfarið örorkumats í ársbyrjun 2017 að ástand hans vegna lungnasjúkdómsins væri orðið varanlegt og hann hafi þá farið að kanna rétt sinn til bóta. Í tjónstilkynningu í september 2017 tók hann fram að erfitt væri að „tímasetja sjúkdóminn þar sem eitt hefur tekið við af öðru, þetta hafi bara þróast svona með tímanum“. Hafði ekki vitneskju um að lungnasjúkdómur hefði leitt til varanlegs líkamstjóns Í máli Varðar fyrir dómi kemur fram að samkvæmt vottorði læknis á Reykjalundi, en hann svaraði spurningum að beiðni Varðar með samþykki mannsins, hafi maðurinn komið á göngudeild Reykjalundar í október 2015. Þar var tekin tölvusneiðmynd af lungum og framkvæmd berkjuspeglun. Segir að eftir þessa skoðun hafi mátt telja öruggt að greining á lungnasjúkdómnum hafi legið fyrir. Vörður fór fram á að umræddur læknir bæri vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og var fallist á það. Við munnlegan flutning málsins fyrir Landsrétti var sú skýring gefin að læknirinn hefði forfallast. Þá hafi ekki komið fram ósk um að vitnið yrði leitt fyrir Landsrétt. Landsréttur féllst ekki á rök Varðar og segir í dómnum að ekki sé hægt að slá því föstu á grundvelli vottorðs læknisins að maðurinn hafi í október 2015 haft vitneskju um að lungnasjúkdómur hans hafi leitt til varanlegs líkamstjóns. Þá sýna önnur gögn sem fyrir liggja í málinu ekki fram á að maðurinn hafi verið meðvitaður um varanlegar afleiðingar lungnasjúkdómsins fyrir lok september 2016. Réttur dánarbús mannsins til greiðslu bóta frá Verði var því staðfestur af Landsrétti. Auk bótanna þarf Vörður að greiða málskostnað vegna málsins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira