Krúsi sló í gegn: „Fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2021 21:15 Markús Pálsson kann að spila á salinn. stefán þór friðriksson Fáir hafa eflaust notið þess meira að keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum en Markús Pálsson í blönduðu liði Íslands í unglingaflokki. Íslenska liðið fékk brons og Markús var hinn kátasti með afraksturinn. „Ég er meira en sáttur með þetta. Ég ætlaði ekki tómhentur heim. Auðvitað hefði gaman að fá gull eða brons en ég fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu,“ sagði Markús í samtali við Vísi. Íslenska hækkaði heildareinkunn sína verulega frá undankeppni. „Við stilltum hausinn og vorum algjörlega í „sóninu“ í dag. Við negldum dýnuna þar sem við vorum aðeins slappari síðast. Trampólínið var samt betra í undanúrslitunum. En annars var þetta mjög góður árangur hjá okkar liði. Ég er mjög sáttur.“ Íslenska liðið var ekki langt frá því sænska sem endaði í 2. sæti, aðeins 0.600. Markús neitar því ekki að hann hefði viljað fá silfrið. Allir með!stefán þór friðriksson „Við vorum mjög nálægt. Við fengum aðeins minna á trampólíni en svona er þetta sport,“ sagði Markús. Hann var í miklum fíling í undankeppninni eins og áður hefur verið fjallað um. Hann naut þess ekki síður að keppa í kvöld. „Núna fékk ég að vera í sex umferðum sem er risastórt. Ég lenti ekki alveg öllu og get gert miklu betur en svona er þetta. Það var meiri stemmning í stúkunni og þetta var geggjað,“ sagði Markús. Áður en viðtalið hófst góluðu liðsmenn annarra liða „Krúsi, Krúsi“ við góðar undirtektir hans. Markús virðist algjörlega hafa slegið í gegn á EM með mikilli keppnisgleði og einlægri ástríðu. „Ég hef farið á síðustu þrjú stórmót bara sem áhorfandi og búinn að kynnast fullt af fólki frá öllum þessum löndum og halda sambandi við það. Og þau þekkja mig sem Krúsa,“ sagði Markús, eða Krúsi. Krúsi í ham.stefán þór friðriksson Aðeins tæpt ár er í næsta Evrópumót sem fer fram í Lúxemborg. Og þar ætlar Krúsi að vera. „Ég geri mitt besta til þess. Ég held ég eigi alveg góða möguleika á að vera annað hvort í blandaða liðið eða karlaliðið og ætla að láta ljós mitt skína þar,“ sagði Krúsi að lokum. EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
„Ég er meira en sáttur með þetta. Ég ætlaði ekki tómhentur heim. Auðvitað hefði gaman að fá gull eða brons en ég fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu,“ sagði Markús í samtali við Vísi. Íslenska hækkaði heildareinkunn sína verulega frá undankeppni. „Við stilltum hausinn og vorum algjörlega í „sóninu“ í dag. Við negldum dýnuna þar sem við vorum aðeins slappari síðast. Trampólínið var samt betra í undanúrslitunum. En annars var þetta mjög góður árangur hjá okkar liði. Ég er mjög sáttur.“ Íslenska liðið var ekki langt frá því sænska sem endaði í 2. sæti, aðeins 0.600. Markús neitar því ekki að hann hefði viljað fá silfrið. Allir með!stefán þór friðriksson „Við vorum mjög nálægt. Við fengum aðeins minna á trampólíni en svona er þetta sport,“ sagði Markús. Hann var í miklum fíling í undankeppninni eins og áður hefur verið fjallað um. Hann naut þess ekki síður að keppa í kvöld. „Núna fékk ég að vera í sex umferðum sem er risastórt. Ég lenti ekki alveg öllu og get gert miklu betur en svona er þetta. Það var meiri stemmning í stúkunni og þetta var geggjað,“ sagði Markús. Áður en viðtalið hófst góluðu liðsmenn annarra liða „Krúsi, Krúsi“ við góðar undirtektir hans. Markús virðist algjörlega hafa slegið í gegn á EM með mikilli keppnisgleði og einlægri ástríðu. „Ég hef farið á síðustu þrjú stórmót bara sem áhorfandi og búinn að kynnast fullt af fólki frá öllum þessum löndum og halda sambandi við það. Og þau þekkja mig sem Krúsa,“ sagði Markús, eða Krúsi. Krúsi í ham.stefán þór friðriksson Aðeins tæpt ár er í næsta Evrópumót sem fer fram í Lúxemborg. Og þar ætlar Krúsi að vera. „Ég geri mitt besta til þess. Ég held ég eigi alveg góða möguleika á að vera annað hvort í blandaða liðið eða karlaliðið og ætla að láta ljós mitt skína þar,“ sagði Krúsi að lokum.
EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira