Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2021 14:33 Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funda í vikunni um stöðu mála í Úkraínu. Getty/Peter Klaunzer Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59
Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21