Þökk sé formanninum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 13:01 Kristinn Kjærnested segir frá glímu sína við hurðina. S2 Sport Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira