Grét eftir að hún fékk verðlaunin í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 16:00 Þetta var stór stund fyrir Fatemeh Khalili. Twitter Íranska kvennalandsliðið í handbolta er á sínu fyrsta stórmóti og það gengur ekkert sérstaklega vel hjá nýliðunum. Liðið er samt búið að fá sín fyrstu verðlaun. Íran tapaði 39-11 á móti Rúmeníu í fyrsta leik og tapaði síðan 41-9 á móti Norðmönnum í gær. Það var engu að síður dramatísk stund í leikslok þegar markvörðurinn Fatemeh Khalili var valin besti leikmaðurinn. What a special moment, Fatemeh Khalili Behfar (@IRIHF_Official)!#SheLovesHandballpic.twitter.com/bnla4f4APi— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 6, 2021 Fatemeh Khalili átti einnig mjög góðan leik á móti Rúmeníu þegar hún varði 18 skot. Að þessu sinni varði hún sjö skot í fyrri hálfleiknum þar af þrjú hraðaupphlaup og tvö af línu. Íranska liðið komst reyndar í 2-1 í leiknum en norska liðið endaði fyrri hálfleikinn á 21-1 spretti. Khalili grét þegar það var tilkynnt að hún hefði verið valin maður leiksins. Allir samherjarnir hópuðust líka í kringum hana og úr varð gleðistund fyrir lið sem hafði tapað með 32 marka mun. Norge tok en knusende seier i VM, men Irans målvakt Fatemeh Khalili Behfar tok til tårer etter å ha blitt kåret til banens beste. https://t.co/op0eSuvlyV— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Norsku stelpurnar gátu svo sannarlega glaðst með Khalili sem var þarna að skrifa sögu þjóðar sinnar á handboltavellinum þrátt fyrir mjög erfiða kvöldstund. Khalili er 25 ára gömul, spilar með tyrkneska félaginu Antalya Anadolu og hefur spilað yfir tvö hundruð landsleiki á ferlinum. Það má sjá þessa eftirminnilegu stund hér fyrir ofan. HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Íran tapaði 39-11 á móti Rúmeníu í fyrsta leik og tapaði síðan 41-9 á móti Norðmönnum í gær. Það var engu að síður dramatísk stund í leikslok þegar markvörðurinn Fatemeh Khalili var valin besti leikmaðurinn. What a special moment, Fatemeh Khalili Behfar (@IRIHF_Official)!#SheLovesHandballpic.twitter.com/bnla4f4APi— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 6, 2021 Fatemeh Khalili átti einnig mjög góðan leik á móti Rúmeníu þegar hún varði 18 skot. Að þessu sinni varði hún sjö skot í fyrri hálfleiknum þar af þrjú hraðaupphlaup og tvö af línu. Íranska liðið komst reyndar í 2-1 í leiknum en norska liðið endaði fyrri hálfleikinn á 21-1 spretti. Khalili grét þegar það var tilkynnt að hún hefði verið valin maður leiksins. Allir samherjarnir hópuðust líka í kringum hana og úr varð gleðistund fyrir lið sem hafði tapað með 32 marka mun. Norge tok en knusende seier i VM, men Irans målvakt Fatemeh Khalili Behfar tok til tårer etter å ha blitt kåret til banens beste. https://t.co/op0eSuvlyV— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Norsku stelpurnar gátu svo sannarlega glaðst með Khalili sem var þarna að skrifa sögu þjóðar sinnar á handboltavellinum þrátt fyrir mjög erfiða kvöldstund. Khalili er 25 ára gömul, spilar með tyrkneska félaginu Antalya Anadolu og hefur spilað yfir tvö hundruð landsleiki á ferlinum. Það má sjá þessa eftirminnilegu stund hér fyrir ofan.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira