Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2021 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihluti þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða 62 af hundrað og einum. Tuttugu og fjórir liggja inni á Landspítlanum og það fjölgaði á gjörgæslu yfir helgina þar sem nú eru fimm og þar af fjórir í öndunarvél. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum sem verða líklega kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun þar sem núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag. Hann telur minna svigrúm fyrir tilslakanir vegna óvissu sem fylgir omíkron afbrgiðinu. „Ég held að það setji okkur aðeins í biðstöðu. Það væri óvarlegt að fara í miklar tilslakanir og lenda svo í því að fá þetta nýja afbrigði algjörlega í bakið,“ segir Þórólfur Guðnason. Búast má við að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fari yfir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi á morgun.vísir/Vilhelm Þrettán hafa greinst með omíkron hér á landi. Þar af eru tólf bólusettir og tveir hafa auk þess fengið örvunarskammt. Þórólfur segir of fáa hafa smitast til þess að hægt sé að draga ályktanir um virkni bóluefna eða örvunarskammts gegn afbrigðinu en unnið er að rannsóknum. „Það munu væntanlega koma niðurstöður úr því um næstu helgi eða í næstu viku,“ segir Þórólfur. Enginn úr hópi þeirra sem hafa smitast af afbrigðinu hér á landi er alvarlega veikur. Þórólfur segir of snemmt að segja hvort það valdi vægari einkennum þrátt fyrir að það hafi verið í umræðunni. „Það var líka talað um delta afbrigðið þannig þegar það byrjaði. Það var líka talað um þetta þannig þegar faraldurinn byrjaði. Fyrstu dagana voru menn að velta fyrir sér hvort þetta væri nokkuð eitthvað. Svo fór þetta að koma hægt og bítandi. Þannig ég held að það sé ekki ráðlegt að vera fullyrða neitt eins og staðan er núna.“ Örvunarskammtar virðast að minnsta kosti virka almennt afar vel samkvæmt tölfræði sem hefur verið birt á vefsíðu covid. „Þar kemur glöggt í ljós að örvunarskammturinn veitir um það bil níutíu prósent meiri vernd en skammtur tvö hjá fullorðnum.“ Hér má sjá mun á nýgengni miðað við bólusetningu.covid.is Um þriðjungur þeirra sem eru nú í einangrun eru börn. Þórólfur segir sömu tölfræði sýna að grunnbólusetning þeirra veiti betri vernd en hjá fullorðnum og enn er því ekki verið skoða örvunarskammta fyrir þau. Bólusetning barna undir tólf ára aldri er hins vegar enn til skoðunar. „Við erum búin að vera ræða það við ýmsa sérfræðinga og fara í gegnum það og hvernig framkvæmdin gæti orðið. En það hefur ekkert endanlega verið ákveðið.“ Hvenær verður tekin ákvörðun? „Bara fljótlega myndi ég halda,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Meirihluti þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða 62 af hundrað og einum. Tuttugu og fjórir liggja inni á Landspítlanum og það fjölgaði á gjörgæslu yfir helgina þar sem nú eru fimm og þar af fjórir í öndunarvél. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum sem verða líklega kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun þar sem núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag. Hann telur minna svigrúm fyrir tilslakanir vegna óvissu sem fylgir omíkron afbrgiðinu. „Ég held að það setji okkur aðeins í biðstöðu. Það væri óvarlegt að fara í miklar tilslakanir og lenda svo í því að fá þetta nýja afbrigði algjörlega í bakið,“ segir Þórólfur Guðnason. Búast má við að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fari yfir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi á morgun.vísir/Vilhelm Þrettán hafa greinst með omíkron hér á landi. Þar af eru tólf bólusettir og tveir hafa auk þess fengið örvunarskammt. Þórólfur segir of fáa hafa smitast til þess að hægt sé að draga ályktanir um virkni bóluefna eða örvunarskammts gegn afbrigðinu en unnið er að rannsóknum. „Það munu væntanlega koma niðurstöður úr því um næstu helgi eða í næstu viku,“ segir Þórólfur. Enginn úr hópi þeirra sem hafa smitast af afbrigðinu hér á landi er alvarlega veikur. Þórólfur segir of snemmt að segja hvort það valdi vægari einkennum þrátt fyrir að það hafi verið í umræðunni. „Það var líka talað um delta afbrigðið þannig þegar það byrjaði. Það var líka talað um þetta þannig þegar faraldurinn byrjaði. Fyrstu dagana voru menn að velta fyrir sér hvort þetta væri nokkuð eitthvað. Svo fór þetta að koma hægt og bítandi. Þannig ég held að það sé ekki ráðlegt að vera fullyrða neitt eins og staðan er núna.“ Örvunarskammtar virðast að minnsta kosti virka almennt afar vel samkvæmt tölfræði sem hefur verið birt á vefsíðu covid. „Þar kemur glöggt í ljós að örvunarskammturinn veitir um það bil níutíu prósent meiri vernd en skammtur tvö hjá fullorðnum.“ Hér má sjá mun á nýgengni miðað við bólusetningu.covid.is Um þriðjungur þeirra sem eru nú í einangrun eru börn. Þórólfur segir sömu tölfræði sýna að grunnbólusetning þeirra veiti betri vernd en hjá fullorðnum og enn er því ekki verið skoða örvunarskammta fyrir þau. Bólusetning barna undir tólf ára aldri er hins vegar enn til skoðunar. „Við erum búin að vera ræða það við ýmsa sérfræðinga og fara í gegnum það og hvernig framkvæmdin gæti orðið. En það hefur ekkert endanlega verið ákveðið.“ Hvenær verður tekin ákvörðun? „Bara fljótlega myndi ég halda,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira