Naumt hjá Þjóðverjum | Danmörk með stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 21:31 Það var hart barist í leik Ungverjalands og Þýskalands. PressFocus/MB Media/Getty Images Öllum átta leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta er nú lokið. Ljóst er hvaða lið fara áfram í milliriðla úr E-,F-, G- og H.riðli. Á meðan Danmörk vann stórsigur á Suður-Kórea vann Þýskaland nauman sigur á Ungverjalandi. Í E-riðli var toppsætið undir er Þýskaland og Ungverjaland mættust. Fór það svo að Þýskaland vann með minnsta mun eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik, lokatölur 25-24. Meike Schmelzer og Julia Maidhof voru markahæstar í lið Þýskalands með fimm mörk hvor. Germany have the upper hand and take a decisive 14:9 lead against Hungary in the first spectacular 30 minutes #Spain2021 #sheloveshandball RFEBM / J. Navarro pic.twitter.com/SgyhhKzrgB— International Handball Federation (@ihf_info) December 6, 2021 Þýskaland vann riðilinn með fullt hús stiga, þar á eftir kemur Ungverjaland með fjögur stig og Tékkland með tvö stig. Slóvakía rekur lestina án stiga. Í F-riðli var toppsætið einnig undir er Danmörk mætti S-Kóreu. Leikurinn var aldrei spennandi en Danir unnu öruggan 12 marka sigur, lokatölur 35-23. Rikke Iversen var markahæst í danska liðinu með sex mörk. Danmörk vinnur riðilinn með fullt hús stiga. S-Kórea kemur þar á eftir með 4 stig og Kongó komst í milliriðilinn með því að vinna Túnis fyrr í dag. Í G-riðli mætust Japan og Króatía í baráttu um 2. sæti riðilsins. Leikurinn var jafn 14-14 í hálfleik en það fór svo að Japan vann tveggja marka sigur, lokatölur 28-26. Croatia and Japan are all level at the break, 14:14, in the duel for second place in Group G #Spain2021 #sheloveshandball pic.twitter.com/yZsYq97qbg— International Handball Federation (@ihf_info) December 6, 2021 Japan endar því í 2. sæti á eftir Brasilíu sem var með fullt hús stiga. Króatía fer einnig í milliriðil en verður án stiga eftir tap dagsins. Í H-riðli vann Spánn öruggan sigur á Austurríki og fer því í milliriðil með fullt hús stiga, lokatölur 31-19. Spain open with a strong half, that sees them lead Austria 14:6 at the break #Spain2021 #sheloveshandball pic.twitter.com/cgcDqg0RaM— International Handball Federation (@ihf_info) December 6, 2021 Argentína endar í 2. sæti með fjögur stig og Austurríki í 3. sæti með tvö stig eftir að hafa unnið Kína sem tapaði öllum sínum leikjum. Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Í E-riðli var toppsætið undir er Þýskaland og Ungverjaland mættust. Fór það svo að Þýskaland vann með minnsta mun eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik, lokatölur 25-24. Meike Schmelzer og Julia Maidhof voru markahæstar í lið Þýskalands með fimm mörk hvor. Germany have the upper hand and take a decisive 14:9 lead against Hungary in the first spectacular 30 minutes #Spain2021 #sheloveshandball RFEBM / J. Navarro pic.twitter.com/SgyhhKzrgB— International Handball Federation (@ihf_info) December 6, 2021 Þýskaland vann riðilinn með fullt hús stiga, þar á eftir kemur Ungverjaland með fjögur stig og Tékkland með tvö stig. Slóvakía rekur lestina án stiga. Í F-riðli var toppsætið einnig undir er Danmörk mætti S-Kóreu. Leikurinn var aldrei spennandi en Danir unnu öruggan 12 marka sigur, lokatölur 35-23. Rikke Iversen var markahæst í danska liðinu með sex mörk. Danmörk vinnur riðilinn með fullt hús stiga. S-Kórea kemur þar á eftir með 4 stig og Kongó komst í milliriðilinn með því að vinna Túnis fyrr í dag. Í G-riðli mætust Japan og Króatía í baráttu um 2. sæti riðilsins. Leikurinn var jafn 14-14 í hálfleik en það fór svo að Japan vann tveggja marka sigur, lokatölur 28-26. Croatia and Japan are all level at the break, 14:14, in the duel for second place in Group G #Spain2021 #sheloveshandball pic.twitter.com/yZsYq97qbg— International Handball Federation (@ihf_info) December 6, 2021 Japan endar því í 2. sæti á eftir Brasilíu sem var með fullt hús stiga. Króatía fer einnig í milliriðil en verður án stiga eftir tap dagsins. Í H-riðli vann Spánn öruggan sigur á Austurríki og fer því í milliriðil með fullt hús stiga, lokatölur 31-19. Spain open with a strong half, that sees them lead Austria 14:6 at the break #Spain2021 #sheloveshandball pic.twitter.com/cgcDqg0RaM— International Handball Federation (@ihf_info) December 6, 2021 Argentína endar í 2. sæti með fjögur stig og Austurríki í 3. sæti með tvö stig eftir að hafa unnið Kína sem tapaði öllum sínum leikjum.
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira