Varðstjóri hjá Slökkviliðinu sagði í samtali við Vísi að lekinn væri talsverður og útlit fyrir nokkuð tjón. Slökkviliðsmenn hefðu byrjað störf sín á efstu hæð og væru að vinna sig niður.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, segir krana í eldhúsi á fjórðu hæð hafa sprungið og mikið kalt vatn hafi lekið milli hæða. Tjónið væri mikið.
Nokkurra sentimetra vatnslag hafi verið á fjórðu hæðinni þegar menn mættu til vinnu í morgun og hafi lekið niður í stigahúsið og lyftuhúsið.

Rafmagnslaust er á efstu hæð hússins og er unnið að hreinsun.
Fréttin hefur verið uppfærð.
