Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins, en þar kemur fram að þessi 31 árs framherji muni halda á önnur mið þegar nýja árið gengur í garð.
Kolbeinn gekk í raðir Gautaborgar í janúar á þessu ári, og skrifaði þá undir eins árs samning sem gildir til 31. desember.
Í tilkynningu félagsins er tekið fram að Kolbeinn hafi verið einn besti leikmaður liðsins í upphafi tímabils, og líkt og öðrum leikmönnum sem yfirgefa Gautaborg sé honum óskað velfarnaðar.
Kolbeinn spilaði 21 leik með Gautaborg og skoraði í þeim fimm mörk.
Lycka till, Kolbeinn.#ifkgbghttps://t.co/WPyqtyN53H
— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) December 7, 2021