Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2021 20:26 Margt var um manninn á Austurvelli fyrr í kvöld. Vísir/Sigurjón Tugir manna voru samankomin á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld til að mótmæla bólusetningarstefnu stjórnvalda. Beindust mótmælin einna helst gegn bólusetningum barna við Covid-19. Mótmælin fóru friðsamlega fram og mátti sjá suma mótmælendur prýdda jólaskrauti. Þá báru aðrir uppi skilti með hinum ýmsu skilaboðum til stjórnvalda þar sem lýst var yfir óánægju með viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. Vörðuðu mörg skiltin sóttvarnaaðgerðir og bólusetningar barna. Klippa: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Boðið hefur verið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi með bóluefni Pfizer frá því í ágúst. Bóluefnið er annað tveggja sem hefur verið samþykkt til notkunar fyrir þennan aldurshóp en upphaflegt markaðsleyfi bóluefnis Pfizer byggði á notkun fyrir sextán ára og eldri. Í lok maí á þessu ári samþykkti Lyfjastofnun Evrópu síðan notkun þess fyrir 12 til 15 ára börn, að undangenginni rannsókn sem náði til 2.260 barna. Reyndist vörnin í bólusetta hópnum vera 100%, þar sem ekkert bólusettu barnanna fékk Covid-19 samanborið við sextán börn (af 978) í samanburðarhóp rannsóknarinnar sem fengu lyfleysu. Mæla með bólusetningu fyrir alla yfir 12 ára aldri Fram kemur á Covid.is, upplýsingavef embættis landlæknis og almannavarna, að rannsóknir hafi sýnt að það sé öruggara að fá bólusetningu heldur en Covid-19, bæði fyrir börn og fullorðna. Alvarleg veikindi eða langtímaáhrif eftir Covid-19 veikindi séu líklegri fyrir alla sem megi fá bólusetningu heldur en alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu. Þess vegna mæli heilbrigðisyfirvöld með bólusetningu fyrir alla 12 ára og eldri. Algengustu aukaverkanir bólusetningar gegn Covid-19 eru sagðar vera óþægindi í handlegg, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta í einn eða tvo daga. Að sögn heilbrigðisyfirvalda eru sjaldgæfari aukaverkanir eftir bóluefni Pfizer bólgur í poka í kringum hjartað sem er kallað gollurshús eða enn sjaldnar í hjartanu sjálfu. Þessar aukaverkanir komi frekar eftir bólusetningu hjá ungu fólki heldur en gömlu, hjá drengjum frekar en stúlkum og gerist oftast þremur til fjórum dögum eftir seinni skammtinn. „Þá getur komið skrítinn hjartsláttur, verkur í brjóstið, hraður andardráttur eða verið óþægilegt að anda djúpt. Þótt þessar aukaverkanir geti verið óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi, þá jafna flestir sig alveg með hvíld og bólgueyðandi verkjalyfjum. Það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig,“ segir á Covid.is. Fram kom í matsferli sérfræðinefndar Lyfjastofnunar Evrópu að slík hjartavöðvabólga og gollurhúsbólga væri afar sjaldgæf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira
Mótmælin fóru friðsamlega fram og mátti sjá suma mótmælendur prýdda jólaskrauti. Þá báru aðrir uppi skilti með hinum ýmsu skilaboðum til stjórnvalda þar sem lýst var yfir óánægju með viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. Vörðuðu mörg skiltin sóttvarnaaðgerðir og bólusetningar barna. Klippa: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Boðið hefur verið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi með bóluefni Pfizer frá því í ágúst. Bóluefnið er annað tveggja sem hefur verið samþykkt til notkunar fyrir þennan aldurshóp en upphaflegt markaðsleyfi bóluefnis Pfizer byggði á notkun fyrir sextán ára og eldri. Í lok maí á þessu ári samþykkti Lyfjastofnun Evrópu síðan notkun þess fyrir 12 til 15 ára börn, að undangenginni rannsókn sem náði til 2.260 barna. Reyndist vörnin í bólusetta hópnum vera 100%, þar sem ekkert bólusettu barnanna fékk Covid-19 samanborið við sextán börn (af 978) í samanburðarhóp rannsóknarinnar sem fengu lyfleysu. Mæla með bólusetningu fyrir alla yfir 12 ára aldri Fram kemur á Covid.is, upplýsingavef embættis landlæknis og almannavarna, að rannsóknir hafi sýnt að það sé öruggara að fá bólusetningu heldur en Covid-19, bæði fyrir börn og fullorðna. Alvarleg veikindi eða langtímaáhrif eftir Covid-19 veikindi séu líklegri fyrir alla sem megi fá bólusetningu heldur en alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu. Þess vegna mæli heilbrigðisyfirvöld með bólusetningu fyrir alla 12 ára og eldri. Algengustu aukaverkanir bólusetningar gegn Covid-19 eru sagðar vera óþægindi í handlegg, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta í einn eða tvo daga. Að sögn heilbrigðisyfirvalda eru sjaldgæfari aukaverkanir eftir bóluefni Pfizer bólgur í poka í kringum hjartað sem er kallað gollurshús eða enn sjaldnar í hjartanu sjálfu. Þessar aukaverkanir komi frekar eftir bólusetningu hjá ungu fólki heldur en gömlu, hjá drengjum frekar en stúlkum og gerist oftast þremur til fjórum dögum eftir seinni skammtinn. „Þá getur komið skrítinn hjartsláttur, verkur í brjóstið, hraður andardráttur eða verið óþægilegt að anda djúpt. Þótt þessar aukaverkanir geti verið óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi, þá jafna flestir sig alveg með hvíld og bólgueyðandi verkjalyfjum. Það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig,“ segir á Covid.is. Fram kom í matsferli sérfræðinefndar Lyfjastofnunar Evrópu að slík hjartavöðvabólga og gollurhúsbólga væri afar sjaldgæf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46