Úrslitin ráðin í fjórum riðlum á HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 21:36 Þórir Hergeirsson og norsku stelpurnar enda í efsta sæti C-riðils með fullt hús stiga. Getty/Baptiste Fernandez Átta leikir voru á dagskrá á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í dag og í kvöld og nú eru úrslitin ráðin í fjórum af átta riðlum mótsins. Meðal þjóða sem tryggðu sér sæti í milliriðlum í kvöld voru Frakkar, Svíar og Norðmenn. Frakkar höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í milliriðil þegar liðið mætti Svartfjallalandi í kvöld. Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleik og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Frönsku stelpurnar skoruðu svo fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiksins og lögðu þar með grunninn að góðum sigri sínum. Liðið hélt forystunni út leikinn og vann að lokum góðan fimm marka sigur, 24-19. Frakkar enda því í efsta sæti A-riðils með full hús stiga, en Svartfjallaland fylgir þeim í milliriðil eftir að hafa lent í þriðja sæti riðilsins með tvö stig. Svíar og Hollendingar gerðu jafntefli, 31-31, er liðin mættust í D-riðli. Svíar byrjuðu af miklum krafti og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, en góður endasprettur Hollendinga fyrir hlé sá til þess að munurinn var aðeins eitt mark þegar gengið var til búningsherbergja, 18-17, Svíum í vil. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og að lokum fór það svo að liðið skildu jöfn, 31-31. Svíar og Hollendingar enda því jafnir í efsta sæti riðilsins með fimm stig hvor, en Puerto Rico fylgir þeim í milliriðil. Úsbekistan situr hins vegar eftir með sárt ennið. Þá unnu Norðmenn öruggan ellefu marka sigur gegn Rúmeníu, 33-22. Nokkuð jafnræði var í upphafi leiks, en þær norsku náðu tökum á leiknum í stöðunni 5-5 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Noregur endar því í efsta sæti C-riðils með fullt hús stiga, tveimur stigum meira en Rúmenar sem enda í öðru sæti. Úrslit kvöldsins Angóla 25-25 Slóvenía Kamerún 19-33 Pólland Kasakstan 31-25 Íran Púertó Ríkó 30-24 Úsbekistan Frakkland 24-19 Svartfjallaland Holland 31-31 Svíþjóð Noregur 33-22 Rúmenía Rússland 32-22 Serbía HM 2021 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Frakkar höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í milliriðil þegar liðið mætti Svartfjallalandi í kvöld. Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleik og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Frönsku stelpurnar skoruðu svo fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiksins og lögðu þar með grunninn að góðum sigri sínum. Liðið hélt forystunni út leikinn og vann að lokum góðan fimm marka sigur, 24-19. Frakkar enda því í efsta sæti A-riðils með full hús stiga, en Svartfjallaland fylgir þeim í milliriðil eftir að hafa lent í þriðja sæti riðilsins með tvö stig. Svíar og Hollendingar gerðu jafntefli, 31-31, er liðin mættust í D-riðli. Svíar byrjuðu af miklum krafti og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, en góður endasprettur Hollendinga fyrir hlé sá til þess að munurinn var aðeins eitt mark þegar gengið var til búningsherbergja, 18-17, Svíum í vil. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og að lokum fór það svo að liðið skildu jöfn, 31-31. Svíar og Hollendingar enda því jafnir í efsta sæti riðilsins með fimm stig hvor, en Puerto Rico fylgir þeim í milliriðil. Úsbekistan situr hins vegar eftir með sárt ennið. Þá unnu Norðmenn öruggan ellefu marka sigur gegn Rúmeníu, 33-22. Nokkuð jafnræði var í upphafi leiks, en þær norsku náðu tökum á leiknum í stöðunni 5-5 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Noregur endar því í efsta sæti C-riðils með fullt hús stiga, tveimur stigum meira en Rúmenar sem enda í öðru sæti. Úrslit kvöldsins Angóla 25-25 Slóvenía Kamerún 19-33 Pólland Kasakstan 31-25 Íran Púertó Ríkó 30-24 Úsbekistan Frakkland 24-19 Svartfjallaland Holland 31-31 Svíþjóð Noregur 33-22 Rúmenía Rússland 32-22 Serbía
Angóla 25-25 Slóvenía Kamerún 19-33 Pólland Kasakstan 31-25 Íran Púertó Ríkó 30-24 Úsbekistan Frakkland 24-19 Svartfjallaland Holland 31-31 Svíþjóð Noregur 33-22 Rúmenía Rússland 32-22 Serbía
HM 2021 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira