Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2021 09:54 Kolbrún G. Þorsteinsdóttir. Aðsend Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að Kolbrún hafi setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og áður verið fyrsti varabæjarfulltrúi 2010 til 2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðarsamlags. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur leitt lista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu síðustu ár en tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Mosfellsbær hefur verið öflugt vígi Sjálfstæðisflokksins og hlaut tæp fjörutíu prósent í kosningunum 2018. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá 2010 til 2016, en hún er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. „Ég hef búið í Mosfellsbæ með hléum í 45 ár, gekk í Varmárskóla og Gaggó Mos. Ég á þrjá syni, einn í heimahúsi, og tveir eldri búa einnig hér í Mosó með sínum fjölskyldum. Mitt hjarta slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim verkefnum sem ég tek að mér,” er haft eftir Kolbrúnu. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í síðasta prófkjöri en sækist nú eftir stuðningi í 1. sætið. „Sveitarstjórnarmálin eru mér afar hjartfólgin og hef ég nú mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sveitarfélaga en það er mikilvægt þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar. Ég hef mikla löngun til að vinna með góðu og jákvæðu fólki að framtíðarmálefnum Mosfellinga,“ er haft eftir Kolbrúnu. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Kolbrún hafi setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og áður verið fyrsti varabæjarfulltrúi 2010 til 2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðarsamlags. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur leitt lista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu síðustu ár en tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Mosfellsbær hefur verið öflugt vígi Sjálfstæðisflokksins og hlaut tæp fjörutíu prósent í kosningunum 2018. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá 2010 til 2016, en hún er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. „Ég hef búið í Mosfellsbæ með hléum í 45 ár, gekk í Varmárskóla og Gaggó Mos. Ég á þrjá syni, einn í heimahúsi, og tveir eldri búa einnig hér í Mosó með sínum fjölskyldum. Mitt hjarta slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim verkefnum sem ég tek að mér,” er haft eftir Kolbrúnu. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í síðasta prófkjöri en sækist nú eftir stuðningi í 1. sætið. „Sveitarstjórnarmálin eru mér afar hjartfólgin og hef ég nú mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sveitarfélaga en það er mikilvægt þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar. Ég hef mikla löngun til að vinna með góðu og jákvæðu fólki að framtíðarmálefnum Mosfellinga,“ er haft eftir Kolbrúnu.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51