Alfreð lærði af austur-þýskum sérfræðingi með vafasama fortíð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 11:31 Alfreð Gíslason hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi undanfarin 24 ár. getty/Sascha Klahn Þegar Alfreð Gíslason þjálfaði Magdeburg í Þýskalandi starfaði hann meðal annars með þekktum prófessor sem átti sér vafasama fortíð. Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð. Þýski handboltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð.
Þýski handboltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira