Alfreð lærði af austur-þýskum sérfræðingi með vafasama fortíð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 11:31 Alfreð Gíslason hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi undanfarin 24 ár. getty/Sascha Klahn Þegar Alfreð Gíslason þjálfaði Magdeburg í Þýskalandi starfaði hann meðal annars með þekktum prófessor sem átti sér vafasama fortíð. Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð. Þýski handboltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira
Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð.
Þýski handboltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira