Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2021 19:10 Dauðsföllin sem eru til rannsóknar áttu sér öll stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír núverandi og fyrrverandi starfsmenn HSS hafa réttarstöðu sakbornings. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. Lögreglurannsókn stendur yfir vegna gruns um að andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hið minnsta hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti auk þess sem fimm önnur mál eru til skoðunar. Skúli Tómas Gunnlaugsson er talinn hafa borið ábyrgð á dauðsföllunum með því að hafa sett sjúklinga sína í lífslokameðferð að óþörfu. Að minnsta kosti tvær kærur til viðbótar verða lagðar fram á næstu dögum, að sögn Evu Hauksdóttur lögmanns. Eva er sömuleiðis aðstandandi í málinu en hún segir fjölda fólks hafa haft samband við sig síðustu mánuði. Þriðja kæran sé í skoðun, og verða þær þá fjórtán í heildina. Rannsakað sem manndráp af ásetningi Málið er rannsakað sem brot á 211 gr. almennra hegningarlaga, sem kveður á um manndráp af ásetningi. Viðurlögin eru ævilangt fangelsi. Tveir aðrir hafa réttarstöðu sakbornings; annar læknir og hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi, verði ákært í málinu. Skúli Tómas var sviptur starfsréttindum sínum vegna málsins en fékk þau að hluta að nýju í síðasta mánuði, og starfar nú á Landspítalanum. Starfsfólk Landspítala sem fréttastofa hefur rætt við hefur furðað sig á því að hann sé við störf á meðan rannsókn stendur yfir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort það eigi alfarið að vera á ábyrgð Landspítala að meta það hvort heilbrigðisstarfsmaður sé áfram við störf á meðan lögreglurannsókn stendur yfir, segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki hafa skoðanir á því. „Ég ætla ekkert að kveða upp dóma um það. Við erum með lög og reglur um þessi mál í hvaða farvegi þau eiga að vera, hverjir eru með eftirlit með þessu og fari yfir þetta. Þannig að það verður bara að vera í þeim farvegi. Þar til við fáum upplýsingar um eitthvað annað, að það sé óeðlilegt, þá verður að breyta slíku verkferli,“ segir Willum. Þá segist hann ekki treysta sér til að tjá sig um hvort gera þurfi breytingar á verkferlum, þannig að mál af þessum toga fari ákveðnar leiðir í kerfinu. „Það kann að vera en ég ætla ekki að dæma um það hér og nú,“ segir Willum, en sonur konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð hjá Skúla Tómasi, hefur furðað sig á því að læknir, sem nýverið var sakaður um kynferðislega áreitni hafi verið sendur í leyfi – en ekki læknir sem sætir sakamálarannsókn. Þá segist Willum ekki ætla að kalla eftir upplýsingum um málið að svo stöddu. „Ekki beinlínis um þessa stöðu en það mun koma í ljós í þessari vinnu við þetta mál og þá mun þetta væntanlega koma á mitt borð,“ segir hann. Málið sé hins vegar alvarlegt. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Landspítalanum vegna málsins, en alltaf verið hafnað. Hins vegar fengust þær upplýsingar í dag að send verði út yfirlýsing eftir helgi. Þá hefur Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, hafnað viðtali frá því að málið kom upp í febrúar en málin sem eru til rannsóknar áttu sér öll stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknamistök á HSS Landspítalinn Tengdar fréttir Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Lögreglurannsókn stendur yfir vegna gruns um að andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hið minnsta hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti auk þess sem fimm önnur mál eru til skoðunar. Skúli Tómas Gunnlaugsson er talinn hafa borið ábyrgð á dauðsföllunum með því að hafa sett sjúklinga sína í lífslokameðferð að óþörfu. Að minnsta kosti tvær kærur til viðbótar verða lagðar fram á næstu dögum, að sögn Evu Hauksdóttur lögmanns. Eva er sömuleiðis aðstandandi í málinu en hún segir fjölda fólks hafa haft samband við sig síðustu mánuði. Þriðja kæran sé í skoðun, og verða þær þá fjórtán í heildina. Rannsakað sem manndráp af ásetningi Málið er rannsakað sem brot á 211 gr. almennra hegningarlaga, sem kveður á um manndráp af ásetningi. Viðurlögin eru ævilangt fangelsi. Tveir aðrir hafa réttarstöðu sakbornings; annar læknir og hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi, verði ákært í málinu. Skúli Tómas var sviptur starfsréttindum sínum vegna málsins en fékk þau að hluta að nýju í síðasta mánuði, og starfar nú á Landspítalanum. Starfsfólk Landspítala sem fréttastofa hefur rætt við hefur furðað sig á því að hann sé við störf á meðan rannsókn stendur yfir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort það eigi alfarið að vera á ábyrgð Landspítala að meta það hvort heilbrigðisstarfsmaður sé áfram við störf á meðan lögreglurannsókn stendur yfir, segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki hafa skoðanir á því. „Ég ætla ekkert að kveða upp dóma um það. Við erum með lög og reglur um þessi mál í hvaða farvegi þau eiga að vera, hverjir eru með eftirlit með þessu og fari yfir þetta. Þannig að það verður bara að vera í þeim farvegi. Þar til við fáum upplýsingar um eitthvað annað, að það sé óeðlilegt, þá verður að breyta slíku verkferli,“ segir Willum. Þá segist hann ekki treysta sér til að tjá sig um hvort gera þurfi breytingar á verkferlum, þannig að mál af þessum toga fari ákveðnar leiðir í kerfinu. „Það kann að vera en ég ætla ekki að dæma um það hér og nú,“ segir Willum, en sonur konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð hjá Skúla Tómasi, hefur furðað sig á því að læknir, sem nýverið var sakaður um kynferðislega áreitni hafi verið sendur í leyfi – en ekki læknir sem sætir sakamálarannsókn. Þá segist Willum ekki ætla að kalla eftir upplýsingum um málið að svo stöddu. „Ekki beinlínis um þessa stöðu en það mun koma í ljós í þessari vinnu við þetta mál og þá mun þetta væntanlega koma á mitt borð,“ segir hann. Málið sé hins vegar alvarlegt. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Landspítalanum vegna málsins, en alltaf verið hafnað. Hins vegar fengust þær upplýsingar í dag að send verði út yfirlýsing eftir helgi. Þá hefur Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, hafnað viðtali frá því að málið kom upp í febrúar en málin sem eru til rannsóknar áttu sér öll stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Læknamistök á HSS Landspítalinn Tengdar fréttir Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50