Gestirnir í Elbflorenz voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og leiddu með þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks.
Gummersbach snéri taflinu hins vegar við í seinni hálfleik og vann að lokum nauman eins marks sigur, 30-29.
Hákon Daði Styrmisson var sem áður segir markahæsti maður vallarins með tíu mörk úr ellefu skotum. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö fyrr Gummersbach.
Undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar er liðið nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki. Elbflorenz situr hins vegar í níunda sæti með 13 stig.