Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 14:00 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, segir örvunarskammtinn af bóluefni við Covid-19 hafa mikið að segja um framgang faraldursins. Vísir/Sigurjón Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. Örvunarbólusetningar eru í fullum gangi, þegar hafa 136 þúsund fengið þriðja skammtinn, og ráðgert er að sprauta rúmlega 30.000 Íslendinga enn í þessum mánuði. Áfram verður haldið á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá ætti verulegur hluti landsmanna að vera kominn með skammtinn. „Ég held að það sé það mikilvægasta sem við getum gert til að halda samfélaginu gangandi og lágmarka veikindi að það sé góð þátttaka í þessum bólusetningum sem nú eru í fullum gangi. Þetta er í raun og veru langöflugasta forvörn sem við höfum, þannig að ég vil bara hvetja alla til að taka þátt í því,“ sagði Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vafi hefur leikið á um virkni bóluefna gegn omíkron-afbrigðinu en myndin er aðeins farin að skýrast. „Það sem hefur komið fram er jákvætt að því leytinu til að þar er nokkurn veginn staðfest að mótefnavernd sem hlýst af þremur skömmtum virðist vera fullnægjandi eða ætti að vera fullnægjandi til að vernda gegn alvarlegum sjúkdómi sýkist maður af omíkron-afbrigðinu,“ segir Magnús. Það gætir sums staðar gremju hjá þeim sem segja, ja, þið sögðuð að tveir skammtar væru nóg og fullnægjandi og svo breytið þið því og bætið við skammti. Hvað er við því að segja? „Við því er það einfaldlega að segja að við erum að fást við nýtt og áður óþekkt vandamál og það er í sjálfu sér ekki hægt að gefa nein loforð um það hvernig framtíðin verður.“ Covid-sjúklingur lést á Landspítala í gær og tveir eru á öndunarvél. 145 greindust með veiruna innanlands í gær og minna en helmingur var í sóttkví. Og á það hefur verið bent að þeir sem greinast nú eiga á hættu að vera í einangrun á jólunum, ef sú varir í tvær vikur vegna viðvarandi einkenna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Örvunarbólusetningar eru í fullum gangi, þegar hafa 136 þúsund fengið þriðja skammtinn, og ráðgert er að sprauta rúmlega 30.000 Íslendinga enn í þessum mánuði. Áfram verður haldið á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá ætti verulegur hluti landsmanna að vera kominn með skammtinn. „Ég held að það sé það mikilvægasta sem við getum gert til að halda samfélaginu gangandi og lágmarka veikindi að það sé góð þátttaka í þessum bólusetningum sem nú eru í fullum gangi. Þetta er í raun og veru langöflugasta forvörn sem við höfum, þannig að ég vil bara hvetja alla til að taka þátt í því,“ sagði Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vafi hefur leikið á um virkni bóluefna gegn omíkron-afbrigðinu en myndin er aðeins farin að skýrast. „Það sem hefur komið fram er jákvætt að því leytinu til að þar er nokkurn veginn staðfest að mótefnavernd sem hlýst af þremur skömmtum virðist vera fullnægjandi eða ætti að vera fullnægjandi til að vernda gegn alvarlegum sjúkdómi sýkist maður af omíkron-afbrigðinu,“ segir Magnús. Það gætir sums staðar gremju hjá þeim sem segja, ja, þið sögðuð að tveir skammtar væru nóg og fullnægjandi og svo breytið þið því og bætið við skammti. Hvað er við því að segja? „Við því er það einfaldlega að segja að við erum að fást við nýtt og áður óþekkt vandamál og það er í sjálfu sér ekki hægt að gefa nein loforð um það hvernig framtíðin verður.“ Covid-sjúklingur lést á Landspítala í gær og tveir eru á öndunarvél. 145 greindust með veiruna innanlands í gær og minna en helmingur var í sóttkví. Og á það hefur verið bent að þeir sem greinast nú eiga á hættu að vera í einangrun á jólunum, ef sú varir í tvær vikur vegna viðvarandi einkenna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57
121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46