Menntaskólinn við Sund mismunaði á grundvelli aldurs Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 10:40 Menntaskólinn við Sund braut lög þegar það réð í stöðu kennara við skólann. Vísir/Vilhelm Menntaskólinn við Sund braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar hann réð í stöðu kennara við skólann. Samkvæmt skólanum myndi fylgja því aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri á svokallaðri 60 ára reglu. Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent