Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 13. desember 2021 13:44 Börn á aldrinum tólf til fimmtán ára voru bólusett í ágúst. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning eftir áramót en þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá en Þórólfur sagði í samtali við mbl.is að bólusetningar hópsins færu líklega fram aðra vikuna í janúar. Þá sé von á tilkynningu um málið síðar í dag, þar á meðal varðandi framkvæmd bólusetninga. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stóra verkefnið fram undan vera bólusetningar barna. „Það verður mjög stórt og flókið verkefni og allur kraftur fer í það og það verður ekki í Laugardalshöllinni heldur verður það hugsanlega í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvort bólusett verði í Laugardalshöll eftir áramót Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Laugardalshöll eftir áramót en þá stendur meðal annars til að skipta um gólf og ljósabúnað. „Við erum í góðu samstarfi við staðarhaldara í Laugardalshöll og við verðum þar fram að áramótum og munum nota anddyrið, því við erum ekki að boða neina stóra hópa núna heldur er þetta svona hugsað sem björgunarleið fyrir þá sem eru kannski að koma til landsins, námsmenn og aðrir, sem eru að koma yfir hátíðarnar og óska eftir bólusetningu. En það er ekki boðaðir neinir stórir hópar núna,“ segir Ragnheiður. Fyrirsjáanleikinn í faraldrinum hafi hins vegar verið afar takmarkaður og því hafi aldrei verið gerður langtímasamningur við Laugardalshöll. „Síðan erum við ekkert farin að sjá neitt lengra eftir áramót hvað verður eða hvar við verðum. Það liggja fyrir að það verða einhverjar framkvæmdir í Laugardalshöllinni og við vorum ekkert með tímasetninguna á þeim en við vonum það besta,“ segir Ragnheiður. „Ef þær verða ekki hafnar þá munum við vera þar áfram, annars munum við finna okkur nýtt húsnæði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning eftir áramót en þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá en Þórólfur sagði í samtali við mbl.is að bólusetningar hópsins færu líklega fram aðra vikuna í janúar. Þá sé von á tilkynningu um málið síðar í dag, þar á meðal varðandi framkvæmd bólusetninga. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stóra verkefnið fram undan vera bólusetningar barna. „Það verður mjög stórt og flókið verkefni og allur kraftur fer í það og það verður ekki í Laugardalshöllinni heldur verður það hugsanlega í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvort bólusett verði í Laugardalshöll eftir áramót Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Laugardalshöll eftir áramót en þá stendur meðal annars til að skipta um gólf og ljósabúnað. „Við erum í góðu samstarfi við staðarhaldara í Laugardalshöll og við verðum þar fram að áramótum og munum nota anddyrið, því við erum ekki að boða neina stóra hópa núna heldur er þetta svona hugsað sem björgunarleið fyrir þá sem eru kannski að koma til landsins, námsmenn og aðrir, sem eru að koma yfir hátíðarnar og óska eftir bólusetningu. En það er ekki boðaðir neinir stórir hópar núna,“ segir Ragnheiður. Fyrirsjáanleikinn í faraldrinum hafi hins vegar verið afar takmarkaður og því hafi aldrei verið gerður langtímasamningur við Laugardalshöll. „Síðan erum við ekkert farin að sjá neitt lengra eftir áramót hvað verður eða hvar við verðum. Það liggja fyrir að það verða einhverjar framkvæmdir í Laugardalshöllinni og við vorum ekkert með tímasetninguna á þeim en við vonum það besta,“ segir Ragnheiður. „Ef þær verða ekki hafnar þá munum við vera þar áfram, annars munum við finna okkur nýtt húsnæði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57
Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41
Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02