Sjúkraliðar og hinn nýi stjórnarsáttmáli Sandra B. Franks skrifar 14. desember 2021 07:30 Nú hefur ný ríkisstjórn litið dagsins ljós og er ástæða til að óska henni velfarnaðar í starfi. Það skiptir okkur öll miklu máli að vel takist til, ekki síst á tímum heimsfaraldurs og áskorana í efnahagsmálum. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem mælist ítrekað vera sá mikilvægasti í augum kjósenda. Í raun mætti tala um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda um að gera mun betur í heilbrigðismálum en nú er gert. Með vaxandi lífaldri þjóðarinnar og framförum í læknavísindum er ljóst að þörfin fyrir aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum er óhjákvæmileg. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hægt er að fullyrða að stuðningur þjóðarinnar við slíkar aðgerðir verður mikill. Hvað segir stjórnarsáttmálinn? Ný ríkisstjórn hefur nú kynnt stjórnarsáttmála sinn þar sem verkefni næstu fjögurra ára eru útlistuð. Þegar stjórnarsáttmálinn er rýndur varðandi þau mál er varða sjúkraliðastéttina kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Fyrir hið fyrsta segir að það séu „sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál“ og „þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.” Undir þessa yfirlýsingu taka sjúkraliðar enda er sjúkraliðastéttin mjög vel meðvituð um hina brýnu þörf í heilbrigðiskerfinu. Þá ber sérstaklega að fagna boðaðri styrkingu Landspítalans „sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins“ og þar sem „sérstök áhersla er lögð á að fylgja eftir uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar.“ Nýverið sendi Sjúkraliðafélag Íslands frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans. Það er ekki boðlegt starfsumhverfi þegar heilbrigðisstarfsfólk þarf ítrekað að stíga fram og lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttökunni. Sjúkraliðafélagið mun því fylgjast grannt með að þetta loforð nýrrar ríkisstjórnar verði efnt. Ekki gert án sjúkraliða Í stjórnarsáttmálanum segir enn fremur að það eigi að „auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu“ og að „heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum“. Það segir sig sjálft að þetta eru loforð sem ná ekki fram án sjúkraliða. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar, ásamt því að vera hluti af margvíslegri þverfaglegri teymisvinnu innan heilbrigðisþjónustunnar. Í sáttmálanum segir einnig að „unnið verði að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni.“ Stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónusta eru spennandi áskoranir í flóknu umhverfi heilbrigðismála 21. aldar. Í því ljósi hefur Sjúkraliðafélag Íslands lagt mikla áherslu á aukin tækifæri sjúkraliða til endurmenntunar og símenntunar. Nýtt fagháskólanám sjúkraliða ber þess merki. Sömuleiðis hefur félagið lagt mikla áherslu á að sjúkraliðar njóti góðs af aukinni menntun sinni í kjara- og stofnanasamningum. Þessi áhersla nýrrar ríkisstjórnar er í reynd tilmæli til stjórnenda stofnana um að auka hvata heilbrigðisstarfsfólks til að sækja sér þekkingu. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vettvangi heilbrigðismála eru margslungin og fjölmargar lausnir blasa við sem samstaða er um. Ein þeirra er að tryggja betri fjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar, en þannig væri hægt að leysa mönnunarvanda kerfisins. Ríkisstjórnin þarf sterk bein til að standa undir þessu erfiða verkefni. Sjúkraliðar eru þjálfaðir í að vera til taks á erfiðum stundum, hvort sem það er gagnvart sjúklingum eða fulltrúum í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Nú hefur ný ríkisstjórn litið dagsins ljós og er ástæða til að óska henni velfarnaðar í starfi. Það skiptir okkur öll miklu máli að vel takist til, ekki síst á tímum heimsfaraldurs og áskorana í efnahagsmálum. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem mælist ítrekað vera sá mikilvægasti í augum kjósenda. Í raun mætti tala um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda um að gera mun betur í heilbrigðismálum en nú er gert. Með vaxandi lífaldri þjóðarinnar og framförum í læknavísindum er ljóst að þörfin fyrir aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum er óhjákvæmileg. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hægt er að fullyrða að stuðningur þjóðarinnar við slíkar aðgerðir verður mikill. Hvað segir stjórnarsáttmálinn? Ný ríkisstjórn hefur nú kynnt stjórnarsáttmála sinn þar sem verkefni næstu fjögurra ára eru útlistuð. Þegar stjórnarsáttmálinn er rýndur varðandi þau mál er varða sjúkraliðastéttina kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Fyrir hið fyrsta segir að það séu „sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál“ og „þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.” Undir þessa yfirlýsingu taka sjúkraliðar enda er sjúkraliðastéttin mjög vel meðvituð um hina brýnu þörf í heilbrigðiskerfinu. Þá ber sérstaklega að fagna boðaðri styrkingu Landspítalans „sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins“ og þar sem „sérstök áhersla er lögð á að fylgja eftir uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar.“ Nýverið sendi Sjúkraliðafélag Íslands frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans. Það er ekki boðlegt starfsumhverfi þegar heilbrigðisstarfsfólk þarf ítrekað að stíga fram og lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttökunni. Sjúkraliðafélagið mun því fylgjast grannt með að þetta loforð nýrrar ríkisstjórnar verði efnt. Ekki gert án sjúkraliða Í stjórnarsáttmálanum segir enn fremur að það eigi að „auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu“ og að „heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum“. Það segir sig sjálft að þetta eru loforð sem ná ekki fram án sjúkraliða. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar, ásamt því að vera hluti af margvíslegri þverfaglegri teymisvinnu innan heilbrigðisþjónustunnar. Í sáttmálanum segir einnig að „unnið verði að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni.“ Stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónusta eru spennandi áskoranir í flóknu umhverfi heilbrigðismála 21. aldar. Í því ljósi hefur Sjúkraliðafélag Íslands lagt mikla áherslu á aukin tækifæri sjúkraliða til endurmenntunar og símenntunar. Nýtt fagháskólanám sjúkraliða ber þess merki. Sömuleiðis hefur félagið lagt mikla áherslu á að sjúkraliðar njóti góðs af aukinni menntun sinni í kjara- og stofnanasamningum. Þessi áhersla nýrrar ríkisstjórnar er í reynd tilmæli til stjórnenda stofnana um að auka hvata heilbrigðisstarfsfólks til að sækja sér þekkingu. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vettvangi heilbrigðismála eru margslungin og fjölmargar lausnir blasa við sem samstaða er um. Ein þeirra er að tryggja betri fjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar, en þannig væri hægt að leysa mönnunarvanda kerfisins. Ríkisstjórnin þarf sterk bein til að standa undir þessu erfiða verkefni. Sjúkraliðar eru þjálfaðir í að vera til taks á erfiðum stundum, hvort sem það er gagnvart sjúklingum eða fulltrúum í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun