Sjúkraliðar og hinn nýi stjórnarsáttmáli Sandra B. Franks skrifar 14. desember 2021 07:30 Nú hefur ný ríkisstjórn litið dagsins ljós og er ástæða til að óska henni velfarnaðar í starfi. Það skiptir okkur öll miklu máli að vel takist til, ekki síst á tímum heimsfaraldurs og áskorana í efnahagsmálum. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem mælist ítrekað vera sá mikilvægasti í augum kjósenda. Í raun mætti tala um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda um að gera mun betur í heilbrigðismálum en nú er gert. Með vaxandi lífaldri þjóðarinnar og framförum í læknavísindum er ljóst að þörfin fyrir aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum er óhjákvæmileg. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hægt er að fullyrða að stuðningur þjóðarinnar við slíkar aðgerðir verður mikill. Hvað segir stjórnarsáttmálinn? Ný ríkisstjórn hefur nú kynnt stjórnarsáttmála sinn þar sem verkefni næstu fjögurra ára eru útlistuð. Þegar stjórnarsáttmálinn er rýndur varðandi þau mál er varða sjúkraliðastéttina kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Fyrir hið fyrsta segir að það séu „sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál“ og „þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.” Undir þessa yfirlýsingu taka sjúkraliðar enda er sjúkraliðastéttin mjög vel meðvituð um hina brýnu þörf í heilbrigðiskerfinu. Þá ber sérstaklega að fagna boðaðri styrkingu Landspítalans „sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins“ og þar sem „sérstök áhersla er lögð á að fylgja eftir uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar.“ Nýverið sendi Sjúkraliðafélag Íslands frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans. Það er ekki boðlegt starfsumhverfi þegar heilbrigðisstarfsfólk þarf ítrekað að stíga fram og lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttökunni. Sjúkraliðafélagið mun því fylgjast grannt með að þetta loforð nýrrar ríkisstjórnar verði efnt. Ekki gert án sjúkraliða Í stjórnarsáttmálanum segir enn fremur að það eigi að „auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu“ og að „heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum“. Það segir sig sjálft að þetta eru loforð sem ná ekki fram án sjúkraliða. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar, ásamt því að vera hluti af margvíslegri þverfaglegri teymisvinnu innan heilbrigðisþjónustunnar. Í sáttmálanum segir einnig að „unnið verði að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni.“ Stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónusta eru spennandi áskoranir í flóknu umhverfi heilbrigðismála 21. aldar. Í því ljósi hefur Sjúkraliðafélag Íslands lagt mikla áherslu á aukin tækifæri sjúkraliða til endurmenntunar og símenntunar. Nýtt fagháskólanám sjúkraliða ber þess merki. Sömuleiðis hefur félagið lagt mikla áherslu á að sjúkraliðar njóti góðs af aukinni menntun sinni í kjara- og stofnanasamningum. Þessi áhersla nýrrar ríkisstjórnar er í reynd tilmæli til stjórnenda stofnana um að auka hvata heilbrigðisstarfsfólks til að sækja sér þekkingu. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vettvangi heilbrigðismála eru margslungin og fjölmargar lausnir blasa við sem samstaða er um. Ein þeirra er að tryggja betri fjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar, en þannig væri hægt að leysa mönnunarvanda kerfisins. Ríkisstjórnin þarf sterk bein til að standa undir þessu erfiða verkefni. Sjúkraliðar eru þjálfaðir í að vera til taks á erfiðum stundum, hvort sem það er gagnvart sjúklingum eða fulltrúum í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur ný ríkisstjórn litið dagsins ljós og er ástæða til að óska henni velfarnaðar í starfi. Það skiptir okkur öll miklu máli að vel takist til, ekki síst á tímum heimsfaraldurs og áskorana í efnahagsmálum. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem mælist ítrekað vera sá mikilvægasti í augum kjósenda. Í raun mætti tala um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda um að gera mun betur í heilbrigðismálum en nú er gert. Með vaxandi lífaldri þjóðarinnar og framförum í læknavísindum er ljóst að þörfin fyrir aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum er óhjákvæmileg. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hægt er að fullyrða að stuðningur þjóðarinnar við slíkar aðgerðir verður mikill. Hvað segir stjórnarsáttmálinn? Ný ríkisstjórn hefur nú kynnt stjórnarsáttmála sinn þar sem verkefni næstu fjögurra ára eru útlistuð. Þegar stjórnarsáttmálinn er rýndur varðandi þau mál er varða sjúkraliðastéttina kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Fyrir hið fyrsta segir að það séu „sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál“ og „þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.” Undir þessa yfirlýsingu taka sjúkraliðar enda er sjúkraliðastéttin mjög vel meðvituð um hina brýnu þörf í heilbrigðiskerfinu. Þá ber sérstaklega að fagna boðaðri styrkingu Landspítalans „sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins“ og þar sem „sérstök áhersla er lögð á að fylgja eftir uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar.“ Nýverið sendi Sjúkraliðafélag Íslands frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans. Það er ekki boðlegt starfsumhverfi þegar heilbrigðisstarfsfólk þarf ítrekað að stíga fram og lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttökunni. Sjúkraliðafélagið mun því fylgjast grannt með að þetta loforð nýrrar ríkisstjórnar verði efnt. Ekki gert án sjúkraliða Í stjórnarsáttmálanum segir enn fremur að það eigi að „auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu“ og að „heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum“. Það segir sig sjálft að þetta eru loforð sem ná ekki fram án sjúkraliða. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar, ásamt því að vera hluti af margvíslegri þverfaglegri teymisvinnu innan heilbrigðisþjónustunnar. Í sáttmálanum segir einnig að „unnið verði að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni.“ Stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónusta eru spennandi áskoranir í flóknu umhverfi heilbrigðismála 21. aldar. Í því ljósi hefur Sjúkraliðafélag Íslands lagt mikla áherslu á aukin tækifæri sjúkraliða til endurmenntunar og símenntunar. Nýtt fagháskólanám sjúkraliða ber þess merki. Sömuleiðis hefur félagið lagt mikla áherslu á að sjúkraliðar njóti góðs af aukinni menntun sinni í kjara- og stofnanasamningum. Þessi áhersla nýrrar ríkisstjórnar er í reynd tilmæli til stjórnenda stofnana um að auka hvata heilbrigðisstarfsfólks til að sækja sér þekkingu. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vettvangi heilbrigðismála eru margslungin og fjölmargar lausnir blasa við sem samstaða er um. Ein þeirra er að tryggja betri fjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar, en þannig væri hægt að leysa mönnunarvanda kerfisins. Ríkisstjórnin þarf sterk bein til að standa undir þessu erfiða verkefni. Sjúkraliðar eru þjálfaðir í að vera til taks á erfiðum stundum, hvort sem það er gagnvart sjúklingum eða fulltrúum í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun