Seinna um kvöldið barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ökumaður hefði keyrt utan í tvær bifreiðar og stungið af. Það atvik átti sér einnig stað í Kópavogi en tjónvaldur var handtekinn skömmu síðar og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Í miðborginni voru tveir menn handteknir grunaðir um þjófnað á munum úr búningsklefa íþróttahúss. Voru þeir vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.
Þá var ofurölvi maður handtekinn í póstnúmerinu 104 en hann hafði verið að trufla drengi á íþróttaæfingu. Maðurinn er einnig grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna og var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.