Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól Snorri Másson skrifar 14. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faglegar forsendur gætu verið fyrir því að þríbólusettir fái að sleppa við hraðpróf. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um allt slíkt. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22