Allt að fjórðungur ungs fólks upplifir sig oft eða mjög oft einmana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2021 08:35 Hera hvetur fólk til að horfa í kringum sig í aðdraganda jóla, og bara alltaf, og muna að oft þarf ekki mikið til að gleðja aðra. „Þetta er bara nákvæmlega það sem við höfum verið að finna. Vinaverkefnin okkar voru svolítið fyrir eldra fólk en það hefur aukist að við fáum óskir fá yngra fólki um að fá vin. Þessar niðurstöður eru mjög í takt við það sem við höfum verið að finna undanfarið.“ Þetta segir Hera Hallbera Björnsdóttir, verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossi Íslands, um nýjar niðurstöður lýðheilsuvaktar embætti landlæknis um einmanaleika meðal Íslendinga 18 ára og eldri. Samkvæmt þeim hefur einmanaleiki aukist á árinu samanborið við síðasta ár, mest í haust en í október sögðust 16,3 prósent svarenda hafa oft eða mjög oft fundið fyrir einmanaleika. Konur eru mun meira einmana en karlar en í október en hlutfallið meðal þeirra var 21,9 prósent og 10,8 prósent meðal karla í október. Þá vekur athygli að yngra fólk virðist upplifa einmanaleika mun meira en eldra fólk en 27 prósent einstaklinga á aldrinum 18 tli 34 ára sögðust í október hafa fundið oft eða mjög oft fyrir einmanaleika, á sama tíma og hlutfallið var 7,5 prósent meðal 55 ára og eldri. Mikil einangrun í kórónuveirufaraldrinum Rauði krossinn býður upp á vinaþjónustu þar sem fólk getur fengið síma- eða heimsóknavin. Hera segir hópinn sem óskar eftir þjónustunni eiga það sammerkt að glíma við þunglyndi, kvíða eða félagsfælni og að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst honum erfiður. „Þetta er náttúrulega mikil einangrun sem hefur fylgt Covid og hræðsla við smit og afleiðingar þess,“ segir hún. „Og ef þú ert veikur fyrir verður allt svona erfiðara að takast á við og ennþá erfiðara að vera einn.“ Hera segir skjólstæðinga vinaverkefnanna endurspegla niðurstöður lýðheilsuvaktarinnar; meirihlutinn sé konur, enda séu þær almennt duglegri við að leita sér aðstoðar. Það sem hefur hins vegar breyst er að hópurinn sem vill fá við er að yngjast. Ástæðuna segir hún mögulega vera opnari umræðu um andleg veikindi. „Það er aukin umræða um andleg veikindi, í hvaða mynd sem þau birtast, og ég vona að þetta „stigma“ sé smám saman að hverfa. Fólki þykir sjálfsagðara að þurfa aðstoð og það virðist vera ófeimnara að leita eftir henni,“ segir Hera og bætir við að vonandi muni þessi þróun einnig hafa þau áhrif að karlar verði meira reiðubúnir að leita sér hjálpar. Töfrum líkast að sjá vináttu verða til Hvað varðar vinaverkefnin segir Hera þau almennt ganga „lygilega vel“. Þegar um er að ræða heimsóknarvini fer hún alltaf með í fyrsta sinn en hún segir það oft gerast að fólk nái fljótt saman, enda búið að para fólk saman áður eftir áhugamálum og öðru. En hvernig ber maður sig þá að því að eignast vin? „Það er náttúrulega fyrsta skrefið að hafa samband við okkur,“ svarar Hera. „Það er hægt að senda mér tölvupóst og svo er hægt að hringja í Rauða krossinn eða sækja um vin á heimasíðunni okkar. Svo ræðum við við viðkomandi um óskir og væntingar og annað slíkt. Eftir hverju verið er að leita; bæði hvernig vin hann vill fá og hver áhugamálin eru. Og svo reynum við að finna einhvern sem passar við það. Þetta er pínu eins og pöntunarlisti,“ segir Hera og hlær; hvort viltu konu, karl, ungan eða gamlan... „Við getum orðað þetta þannig að við reynum að mæta óskum og þörfum þeirra sem til okkar leita. Við erum með mjög breiðan sjálfboðaliðahóp.“ Sjálfboðaliðarnir eru á öllum aldri, sá elsti 85 ára, en gestgjafarnir svokallaðir eru á aldrinum 23 til 95 ára. Hera segir töfrum líkast að fylgjast með tengslum myndast á milli þeirra. „Það eru forréttindi að vera þessu starfi; að verða vitni að þessu gerast,“ segir hún um það þegar vinirnir hittast. Það sé hreinlega hægt að sjá breytingar á fólki þegar það fær félagsskap. Símtal getur skipt sköpum „Þessi einmana er alls staðar; hann er líka í þinni fjölskyldu,“ segir Hera þegar talið berst að því að fólk sé meðvitað um aðra í kringum sig í aðdraganda jóla. Hún segir eitt stutt símtal geta skipt sköpum. „Við erum oft að mikla þetta fyrir okkur, til dæmis ef við bjóðum fólki í mat... Þetta þarf ekki að vera átta rétta veisla. Bara mánudags-steikti fiskurinn. Það væru margir glaðir að fá að koma til þín og bara spjalla. Þetta þarf alls ekki að vera flókið.“ Hera segist ekki verða vör við aukningu í vinabeiðnum í aðdraganda jóla. Það sé frekar eftir jól, þegar fólk sé búið að upplifa þau eitt, sem fólk upplifir að þurfa aðstoð. „Jólin eru lögð upp sem fjölskylduhátíð og þegar þú ert einn og þér er ekki boðið í jólaboð eða svoleiðis þá auðvitað finnur þú það enn betur; þegar aðrir eru að hittast. Auðvitað finnur þú betur að þú ert einn.“ Þeir sem hafa áhuga á að eignast síma- eða heimsóknarvin geta sent Heru tölvupóst á netfangið hera@redcross.is, haft samband í síma 570-4000 eða hringt í hjálparsímann 1717. Þá er einnig hægt að hafa samband í gegnum netspjallið á raudikrossinn.is. Félagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Þetta segir Hera Hallbera Björnsdóttir, verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossi Íslands, um nýjar niðurstöður lýðheilsuvaktar embætti landlæknis um einmanaleika meðal Íslendinga 18 ára og eldri. Samkvæmt þeim hefur einmanaleiki aukist á árinu samanborið við síðasta ár, mest í haust en í október sögðust 16,3 prósent svarenda hafa oft eða mjög oft fundið fyrir einmanaleika. Konur eru mun meira einmana en karlar en í október en hlutfallið meðal þeirra var 21,9 prósent og 10,8 prósent meðal karla í október. Þá vekur athygli að yngra fólk virðist upplifa einmanaleika mun meira en eldra fólk en 27 prósent einstaklinga á aldrinum 18 tli 34 ára sögðust í október hafa fundið oft eða mjög oft fyrir einmanaleika, á sama tíma og hlutfallið var 7,5 prósent meðal 55 ára og eldri. Mikil einangrun í kórónuveirufaraldrinum Rauði krossinn býður upp á vinaþjónustu þar sem fólk getur fengið síma- eða heimsóknavin. Hera segir hópinn sem óskar eftir þjónustunni eiga það sammerkt að glíma við þunglyndi, kvíða eða félagsfælni og að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst honum erfiður. „Þetta er náttúrulega mikil einangrun sem hefur fylgt Covid og hræðsla við smit og afleiðingar þess,“ segir hún. „Og ef þú ert veikur fyrir verður allt svona erfiðara að takast á við og ennþá erfiðara að vera einn.“ Hera segir skjólstæðinga vinaverkefnanna endurspegla niðurstöður lýðheilsuvaktarinnar; meirihlutinn sé konur, enda séu þær almennt duglegri við að leita sér aðstoðar. Það sem hefur hins vegar breyst er að hópurinn sem vill fá við er að yngjast. Ástæðuna segir hún mögulega vera opnari umræðu um andleg veikindi. „Það er aukin umræða um andleg veikindi, í hvaða mynd sem þau birtast, og ég vona að þetta „stigma“ sé smám saman að hverfa. Fólki þykir sjálfsagðara að þurfa aðstoð og það virðist vera ófeimnara að leita eftir henni,“ segir Hera og bætir við að vonandi muni þessi þróun einnig hafa þau áhrif að karlar verði meira reiðubúnir að leita sér hjálpar. Töfrum líkast að sjá vináttu verða til Hvað varðar vinaverkefnin segir Hera þau almennt ganga „lygilega vel“. Þegar um er að ræða heimsóknarvini fer hún alltaf með í fyrsta sinn en hún segir það oft gerast að fólk nái fljótt saman, enda búið að para fólk saman áður eftir áhugamálum og öðru. En hvernig ber maður sig þá að því að eignast vin? „Það er náttúrulega fyrsta skrefið að hafa samband við okkur,“ svarar Hera. „Það er hægt að senda mér tölvupóst og svo er hægt að hringja í Rauða krossinn eða sækja um vin á heimasíðunni okkar. Svo ræðum við við viðkomandi um óskir og væntingar og annað slíkt. Eftir hverju verið er að leita; bæði hvernig vin hann vill fá og hver áhugamálin eru. Og svo reynum við að finna einhvern sem passar við það. Þetta er pínu eins og pöntunarlisti,“ segir Hera og hlær; hvort viltu konu, karl, ungan eða gamlan... „Við getum orðað þetta þannig að við reynum að mæta óskum og þörfum þeirra sem til okkar leita. Við erum með mjög breiðan sjálfboðaliðahóp.“ Sjálfboðaliðarnir eru á öllum aldri, sá elsti 85 ára, en gestgjafarnir svokallaðir eru á aldrinum 23 til 95 ára. Hera segir töfrum líkast að fylgjast með tengslum myndast á milli þeirra. „Það eru forréttindi að vera þessu starfi; að verða vitni að þessu gerast,“ segir hún um það þegar vinirnir hittast. Það sé hreinlega hægt að sjá breytingar á fólki þegar það fær félagsskap. Símtal getur skipt sköpum „Þessi einmana er alls staðar; hann er líka í þinni fjölskyldu,“ segir Hera þegar talið berst að því að fólk sé meðvitað um aðra í kringum sig í aðdraganda jóla. Hún segir eitt stutt símtal geta skipt sköpum. „Við erum oft að mikla þetta fyrir okkur, til dæmis ef við bjóðum fólki í mat... Þetta þarf ekki að vera átta rétta veisla. Bara mánudags-steikti fiskurinn. Það væru margir glaðir að fá að koma til þín og bara spjalla. Þetta þarf alls ekki að vera flókið.“ Hera segist ekki verða vör við aukningu í vinabeiðnum í aðdraganda jóla. Það sé frekar eftir jól, þegar fólk sé búið að upplifa þau eitt, sem fólk upplifir að þurfa aðstoð. „Jólin eru lögð upp sem fjölskylduhátíð og þegar þú ert einn og þér er ekki boðið í jólaboð eða svoleiðis þá auðvitað finnur þú það enn betur; þegar aðrir eru að hittast. Auðvitað finnur þú betur að þú ert einn.“ Þeir sem hafa áhuga á að eignast síma- eða heimsóknarvin geta sent Heru tölvupóst á netfangið hera@redcross.is, haft samband í síma 570-4000 eða hringt í hjálparsímann 1717. Þá er einnig hægt að hafa samband í gegnum netspjallið á raudikrossinn.is.
Félagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira