Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 14:03 Allir þeir aðilar sem hafa verið ráðnir til verksins eigi það sameiginlegt að hafa komið að minjavörsluverkefnum og endurgerð gamalla húsa með einum eða öðrum hætti. SSNE Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Þar segir að á dögunum hafi sóknarnefnd Miðgarðakirkju skrifað undir samning við smíðaverkstæðið Loftkastalann um smíði nýrrar kirkju. Þá hafi Hjörleifur Stefánsson arkitekt verið ráðinn byggingarstjóri og Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri Glæðum Grímsey verið fengin til að hafa yfirumsjón með verkefninu. Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu í september og urðu ómetanleg menningarverðmæti þar eldinum að bráð. Kirkjan var byggð árið 1867. Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í september síðastliðinn.Henning Henningsson Í tilkynningu segir að allir þeir aðilar sem hafi verið ráðnir til verksins eigi það sameiginlegt að hafa komið að minjavörsluverkefnum og endurgerð gamalla húsa með einum eða öðrum hætti. „Nýja kirkjan mun hafa augljósa skírskotun til þeirrar eldri en verður aðeins stærri vegna nútíma krafna. Einnig er horft til þess að nýja kirkjan nýtist til fleiri athafna en helgihalds. Áætlað er að smíða hana að hluta til í landi en reisa hana síðan í Grímsey í sumar. Kirkjan sem brann var byggð árið 1867.Minjastofnun Bygging nýrrar kirkju er viðamikið samfélagslegt verkefni sem Grímseyingar leggja nú allt kapp á að verði að veruleika. Þegar hafa safnast fjármunir til byggingar hinnar nýju kirkju og eru eyjaskeggjar afar þakklátir öllum þeim sem verkefninu hafa lagt lið. Þeir standa þó frammi fyrir þeirri áskorun að enn vantar töluvert fjármagn til uppbyggingarinnar. Þeir sem vilja leggja söfnun fyrir nýrri kirkju lið er bent á reikning Miðgarðakirkju, 565-04-250731, kt. 4602692539,“ segir í tilkynningunni. Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Menning Þjóðkirkjan Akureyri Tengdar fréttir Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Þar segir að á dögunum hafi sóknarnefnd Miðgarðakirkju skrifað undir samning við smíðaverkstæðið Loftkastalann um smíði nýrrar kirkju. Þá hafi Hjörleifur Stefánsson arkitekt verið ráðinn byggingarstjóri og Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri Glæðum Grímsey verið fengin til að hafa yfirumsjón með verkefninu. Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu í september og urðu ómetanleg menningarverðmæti þar eldinum að bráð. Kirkjan var byggð árið 1867. Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í september síðastliðinn.Henning Henningsson Í tilkynningu segir að allir þeir aðilar sem hafi verið ráðnir til verksins eigi það sameiginlegt að hafa komið að minjavörsluverkefnum og endurgerð gamalla húsa með einum eða öðrum hætti. „Nýja kirkjan mun hafa augljósa skírskotun til þeirrar eldri en verður aðeins stærri vegna nútíma krafna. Einnig er horft til þess að nýja kirkjan nýtist til fleiri athafna en helgihalds. Áætlað er að smíða hana að hluta til í landi en reisa hana síðan í Grímsey í sumar. Kirkjan sem brann var byggð árið 1867.Minjastofnun Bygging nýrrar kirkju er viðamikið samfélagslegt verkefni sem Grímseyingar leggja nú allt kapp á að verði að veruleika. Þegar hafa safnast fjármunir til byggingar hinnar nýju kirkju og eru eyjaskeggjar afar þakklátir öllum þeim sem verkefninu hafa lagt lið. Þeir standa þó frammi fyrir þeirri áskorun að enn vantar töluvert fjármagn til uppbyggingarinnar. Þeir sem vilja leggja söfnun fyrir nýrri kirkju lið er bent á reikning Miðgarðakirkju, 565-04-250731, kt. 4602692539,“ segir í tilkynningunni.
Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Menning Þjóðkirkjan Akureyri Tengdar fréttir Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25
Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02