Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 21:27 Eyþór og Hildur munu að líkindum mætast í prófkjöri um leiðtogasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, að öllu óbreyttu. Sama fyrirkomulag var fyrir fjórum árum. vísir/vilhelm Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Sjá meira
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Sjá meira