Enn að jafna sig af Covid en skoraði tvö Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 13:30 Kevin De Bruyne virðist nálgast sitt besta form en kveðst enn finna fyrir afleiðingum þess að smitast af Covid-19. EPA-EFE/Peter Powell Kevin De Bruyne segist enn finna fyrir afleiðingum þess að hafa smitast af kórónuveirunni, þrátt fyrir að hann hafi átt stórleik í 7-0 sigri Manchester City gegn Leeds á þriðjudaginn. De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn. Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn.
Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira