Ásgeir Örn ræddi funheita Selfyssinga og skrítna stöðu Guðmundar Braga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 12:31 Guðmundur Bragi Ástþórsson spilar væntanlega sinn síðasta leik með Aftureldingu á tímabilinu þegar liðið mætir Haukum annað kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir síðustu umferðina í Olís deildinni á árinu en þetta verða síðustu leikirnir í deildinni áður tekur við 44 daga hlé vegna jóla, áramóta og Evrópumótsins í janúar. Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05. Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira