„Ásmundur Einar er ekki Guð“ Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 10:26 Ásmundur Einar Daðason telst tvímælalaust einn helsti sigurvegari síðustu Alþingiskosninga. Hverju sem það má þakka eða um kenna eftir atvikum. Einn þátttakenda í könnun Maskínu á falsfréttum í aðdraganda kosninga taldi sig hafa séð frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar væri Guð, og vafðist ekki fyrir þeim hinum sama að flokka það sem falsfrétt. vísir/vilhelm Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september. Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt. Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt.
Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira