Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem hefur miklar áhyggjur af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins en óvenju margir greindust smitaðir innanlands í gær.

Þá fjöllum við um Ameríkuflug Play en í morgun var tilkynnt um að félagið ætli að hefja áætlunarflug til Boston og Washington í vor. Einnig fjöllum við um átök innan Sjálfstæðisflokksins í borginni en tvö í það minnsta ætla að sækjast eftir oddvitasætinu þar á bæ. 

Að lokum segjum við svo frá því að ekkert óvissustig er í gildi í landinu sem telst til tíðinda, því slík staða hefur ekki verið uppi í rúmt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×