Enginn leki reyndist kominn að Masilik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:59 Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Vísir/Vilhelm Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 00:00. Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni og biðst hún velverðingar á misskilningnum. Segir í tilkynningu að stærstur hluti áhafnar verði samt sem áður fluttur frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 23:40. Sjódælur úr Freyju hafa verið sendar um borð í Masilik og að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafa þær undan. Björgunarskip á vegum Landsbjargar munu sækja áhöfn Masilik úr Freyju og koma henni til hafnar í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að koma fiskiskipinu af strandstað í nótt. Enginn olíuleki er sjáanlegur. Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og flaug hún yfir svæðið til að meta aðstæður. Áhöfnin á Freyju undirbýr nú að koma dráttartaug á milli varðskipsins og Masilik en það er um 500 metra frá landi. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðstæður á strandstað eru sagðar ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur, eins og má kannski sjá á myndunum sem fylgja fréttinni og voru teknar í kvöld. Vind mun þá lægja eftir því sem líður á nóttina og er gert ráð fyrir að Freyja muni taka fiskiskipið í tog seinna í nótt en flóð verður um klukkan fimm. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að áhafnarmeðlimir Freyju hafi farið um borð í Masilik til að kanna skammdir og hvort leki væri kominn í skipið. Þeir hafi gengið um skipið hátt og lágt og farið niður í vélarrúm. Engin merki hafi verið um það að leki sé kominn að skipinu, sem sé strand á grynningum. Leki er kominn upp í skipinu.Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipið væri strandað um klukkan sjö í kvöld og óskaði skipstjóri þá eftir dráttarbát. Við nánari eftirgrennslan Gæslunnar kom í ljós að skipið væri strandað og þá tekin ákvörðun um að senda varðskip á staðinn. Nítján eru um borð í skipinu. Umhverfisstofnun og lögreglu var þá gert viðvart en eins og áður segir flaug þyrla Gæslunnar yfir svæðið í kvöld og varð, samkvæmt tilkynningu, áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum. Miðað við aðstæður á strandstað var ákveðið að áhöfn þyrlunnar færi aftur inn á flugvöll og væri þar í viðbragðsstöðu. Engin hætta er talin steðja að skipinu eða áhöfn þess. Björgunarsveitir Landsbjargar eru einnig til taks á svæðinu og er vettvangsstjórn í höndum skipherra varðskipsins Freyju. Hér að neðan má sjá staðsetningu skipsins. Bláu punktarnir eru björgunarbátarnir og appelsínuguli er Masilik. Landhelgisgæslan Vogar Björgunarsveitir Grænland Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Uppfært klukkan 00:00. Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni og biðst hún velverðingar á misskilningnum. Segir í tilkynningu að stærstur hluti áhafnar verði samt sem áður fluttur frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 23:40. Sjódælur úr Freyju hafa verið sendar um borð í Masilik og að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafa þær undan. Björgunarskip á vegum Landsbjargar munu sækja áhöfn Masilik úr Freyju og koma henni til hafnar í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að koma fiskiskipinu af strandstað í nótt. Enginn olíuleki er sjáanlegur. Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og flaug hún yfir svæðið til að meta aðstæður. Áhöfnin á Freyju undirbýr nú að koma dráttartaug á milli varðskipsins og Masilik en það er um 500 metra frá landi. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðstæður á strandstað eru sagðar ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur, eins og má kannski sjá á myndunum sem fylgja fréttinni og voru teknar í kvöld. Vind mun þá lægja eftir því sem líður á nóttina og er gert ráð fyrir að Freyja muni taka fiskiskipið í tog seinna í nótt en flóð verður um klukkan fimm. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að áhafnarmeðlimir Freyju hafi farið um borð í Masilik til að kanna skammdir og hvort leki væri kominn í skipið. Þeir hafi gengið um skipið hátt og lágt og farið niður í vélarrúm. Engin merki hafi verið um það að leki sé kominn að skipinu, sem sé strand á grynningum. Leki er kominn upp í skipinu.Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipið væri strandað um klukkan sjö í kvöld og óskaði skipstjóri þá eftir dráttarbát. Við nánari eftirgrennslan Gæslunnar kom í ljós að skipið væri strandað og þá tekin ákvörðun um að senda varðskip á staðinn. Nítján eru um borð í skipinu. Umhverfisstofnun og lögreglu var þá gert viðvart en eins og áður segir flaug þyrla Gæslunnar yfir svæðið í kvöld og varð, samkvæmt tilkynningu, áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum. Miðað við aðstæður á strandstað var ákveðið að áhöfn þyrlunnar færi aftur inn á flugvöll og væri þar í viðbragðsstöðu. Engin hætta er talin steðja að skipinu eða áhöfn þess. Björgunarsveitir Landsbjargar eru einnig til taks á svæðinu og er vettvangsstjórn í höndum skipherra varðskipsins Freyju. Hér að neðan má sjá staðsetningu skipsins. Bláu punktarnir eru björgunarbátarnir og appelsínuguli er Masilik.
Landhelgisgæslan Vogar Björgunarsveitir Grænland Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira