Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum Árni Jóhannsson skrifar 16. desember 2021 22:21 Helgi Magnússon var fyrst og fremst ánægður með að hafa náð að loka leiknum Bára Dröfn Kristinsdóttir Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði 83-74 fyrir heimamenn. Helgi var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í leiknum í kvöld. „Þetta var fyrir það fyrsta mjög flatur leikur. Ég var ánægður með að við höfum fengið smá innspýtingu af bekknum frá ungu mönnunum. Þeir komu með smá kraft inn í annan leikhluta og komu okkur aftur inn í þetta. Eldri mennirnir pikkuðu síðan upp þá orku og við náðum að keyra á henni í smá stund. Svo er ég ánægður með að við höfum náð að loka þessum leik. Okkar helstu póstar sem stigu upp og lokuðu þessu.“ KR-ingar náðu að herða vörnina sína í lok leiks sem varð til þess að þeir náðu forystunni þegar um sjö mínútur voru eftir og náðu síðan að slíta sig frá gestunum. Helgi var sammála því að vörnin hafi skilað þessu og var sérstaklega ánægður með framlag Veigars Áka Hlynssonar í þeim efnum. „Ég verð að byrja á því að hrósa Dúa [Þór Jónssyni] en við áttum í basli með hann framan af leik og það var ekki fyrr en að Veigar fór að pönkast í honum hérna í lokin að við fórum að ná stoppum og að herða vörnina aðeins.“ Helgi er ánægður með pásuna sem er framundan þó hún sé ekki löng. „Jú það er fínt að fá smá hlé. Það er þó ekkert sérstaklega langt, tíu dagar held ég, en það er bara fínt og hægt að nýta tímann og njóta jólanna innan skynsamlegra marka.“ Að lokum var Helgi spurður hvort það gerði ekki helling fyrir sjálfstraust manna að ná í sigur þegar var svona langt frá síðasta sigri. „Jú en það sem ég tek út úr þessu er að við lokuðum þessu. Við vorum mjög lélegir, fannst mér, eða allavega flatir og hægir. Svo þegar á þurfti þá stigum við upp og lokuðum leiknum og það er ótrúlega mikilvægt að fá smá æfingu í því að loka leikjum hvort sem það er á móti Þór Akureyri eða Keflavík. Það skiptir máli að fá nokkra svona lélegum leikjum. Góð lið gera það.“ KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Helgi var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í leiknum í kvöld. „Þetta var fyrir það fyrsta mjög flatur leikur. Ég var ánægður með að við höfum fengið smá innspýtingu af bekknum frá ungu mönnunum. Þeir komu með smá kraft inn í annan leikhluta og komu okkur aftur inn í þetta. Eldri mennirnir pikkuðu síðan upp þá orku og við náðum að keyra á henni í smá stund. Svo er ég ánægður með að við höfum náð að loka þessum leik. Okkar helstu póstar sem stigu upp og lokuðu þessu.“ KR-ingar náðu að herða vörnina sína í lok leiks sem varð til þess að þeir náðu forystunni þegar um sjö mínútur voru eftir og náðu síðan að slíta sig frá gestunum. Helgi var sammála því að vörnin hafi skilað þessu og var sérstaklega ánægður með framlag Veigars Áka Hlynssonar í þeim efnum. „Ég verð að byrja á því að hrósa Dúa [Þór Jónssyni] en við áttum í basli með hann framan af leik og það var ekki fyrr en að Veigar fór að pönkast í honum hérna í lokin að við fórum að ná stoppum og að herða vörnina aðeins.“ Helgi er ánægður með pásuna sem er framundan þó hún sé ekki löng. „Jú það er fínt að fá smá hlé. Það er þó ekkert sérstaklega langt, tíu dagar held ég, en það er bara fínt og hægt að nýta tímann og njóta jólanna innan skynsamlegra marka.“ Að lokum var Helgi spurður hvort það gerði ekki helling fyrir sjálfstraust manna að ná í sigur þegar var svona langt frá síðasta sigri. „Jú en það sem ég tek út úr þessu er að við lokuðum þessu. Við vorum mjög lélegir, fannst mér, eða allavega flatir og hægir. Svo þegar á þurfti þá stigum við upp og lokuðum leiknum og það er ótrúlega mikilvægt að fá smá æfingu í því að loka leikjum hvort sem það er á móti Þór Akureyri eða Keflavík. Það skiptir máli að fá nokkra svona lélegum leikjum. Góð lið gera það.“
KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00