Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. desember 2021 12:18 Jón Gunnarsson ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins. Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins.
Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31
Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19