Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 22:44 Málaferli um myndböndin sem tekin voru af forsvarsmönnum GirlsDoPorn hafa staðið yfir um árabil. EPA/JIM LO SCALZO Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum. Þetta var niðurstaða alríkisdómara í Bandaríkjunum í gær en hún nær yfir fleiri en fjögur hundruð fórnarlömb forsvarsmanna síðnanna, sem hefur verið lokað. Í frétt BBC segir að Ruben Andre Garcia, einn eiganda síðnanna, var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi í sumar fyrir að þvinga konur til að framleiða klámefni. Áhugasamir geta lesið tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um dóm Garcia. Hér má svo finna tilkynningu um úrskurð gærdagsins. Svöruðu auglýsingum um hefðbundin fyrirsætustörf Um er að ræða ungar konur sem svöruðu auglýsingum um fyrirsætustörf en í netsamskiptum var þeim boðinn há fjárhæð fyrir að gera klámmyndband sem þeim var sagt að yrði aldrei sett í almenna birtingu heldur selt einkaaðilum eða birt á DVD-diskum. Konurnar voru einnig settar í samband við aðrar konur sem þóttust hafa tekið sama boði áður og staðhæfðu að þær hefðu gaman af því að taka upp þessi myndbönd. Samkvæmt frétt Gizmodo fluttu forsvarsmenn síðnanna konurnar til Sand Diego til að taka upp myndböndin. Þegar á hólminn var komið og einhverjar reyndu að hætta við sögðu þær mennina hafa meðal annars hótað þeim lögsóknum og í þeim tilfellum þar sem eitthvað hafði verið tekið upp, hótuðu þeir að birta það þá netinu. Myndböndin voru svo birt víða og þar á meðal á einhverjum stærstu klámsíðum heims. Á fjórða tug kvenna höfuðuðu fyrr á árinu mál gegn eigendum Pornhub, vinsælustu klámsíðu heims, vegna myndbanda af þeim sem höfðu verið birt þar. Dómarinn í málinu komst einnig að þeirri niðurstöðu að Garcia ætti að greiða konunum átján milljónir dala í skaðabætur. Leita enn höfuðpaursins Michael James Pratt, annar forsvarsmaður GirlsDoPorn og GirlsDoToys sem er sagður hafa verið lykilmaðurinn á bakvið síðurnar, gengur enn laus og er á lista Alríkislögreglu Bandaríkjanna yfir þá aðila sem eru eftirlýstir og FBI vill hvað helst koma höndum yfir. Bandaríkin Klám Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þetta var niðurstaða alríkisdómara í Bandaríkjunum í gær en hún nær yfir fleiri en fjögur hundruð fórnarlömb forsvarsmanna síðnanna, sem hefur verið lokað. Í frétt BBC segir að Ruben Andre Garcia, einn eiganda síðnanna, var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi í sumar fyrir að þvinga konur til að framleiða klámefni. Áhugasamir geta lesið tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um dóm Garcia. Hér má svo finna tilkynningu um úrskurð gærdagsins. Svöruðu auglýsingum um hefðbundin fyrirsætustörf Um er að ræða ungar konur sem svöruðu auglýsingum um fyrirsætustörf en í netsamskiptum var þeim boðinn há fjárhæð fyrir að gera klámmyndband sem þeim var sagt að yrði aldrei sett í almenna birtingu heldur selt einkaaðilum eða birt á DVD-diskum. Konurnar voru einnig settar í samband við aðrar konur sem þóttust hafa tekið sama boði áður og staðhæfðu að þær hefðu gaman af því að taka upp þessi myndbönd. Samkvæmt frétt Gizmodo fluttu forsvarsmenn síðnanna konurnar til Sand Diego til að taka upp myndböndin. Þegar á hólminn var komið og einhverjar reyndu að hætta við sögðu þær mennina hafa meðal annars hótað þeim lögsóknum og í þeim tilfellum þar sem eitthvað hafði verið tekið upp, hótuðu þeir að birta það þá netinu. Myndböndin voru svo birt víða og þar á meðal á einhverjum stærstu klámsíðum heims. Á fjórða tug kvenna höfuðuðu fyrr á árinu mál gegn eigendum Pornhub, vinsælustu klámsíðu heims, vegna myndbanda af þeim sem höfðu verið birt þar. Dómarinn í málinu komst einnig að þeirri niðurstöðu að Garcia ætti að greiða konunum átján milljónir dala í skaðabætur. Leita enn höfuðpaursins Michael James Pratt, annar forsvarsmaður GirlsDoPorn og GirlsDoToys sem er sagður hafa verið lykilmaðurinn á bakvið síðurnar, gengur enn laus og er á lista Alríkislögreglu Bandaríkjanna yfir þá aðila sem eru eftirlýstir og FBI vill hvað helst koma höndum yfir.
Bandaríkin Klám Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira