Spider-man: No Way Home: Aðdáendaþjónkunarsvall í tíunda veldi Heiðar Sumarliðason skrifar 19. desember 2021 14:23 Spiderman og Doctor Strange. Spider-man: No Way Home er nú komin í kvikmyndahús og hefur aðsóknin í Bandaríkjunum a.m.k. verið mjög mikil. Sjálfur sá ég hana klukkan 14:00 á föstudegi og það var töluverður fjöldi fólks í salnum. Því má gera ráð fyrir að vinsældir hennar séu álíka miklar hér á landi Þessi stjarnfræðilega hylli köngurlóarmannsins kom mér eilítið á óvart. Ég vissi að hann væri vinsæll, en ekki að hann væri það vinsæll að aðsóknin vestra myndi enda í 220 milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina, og það með Ómíkron-afbrigðið hangandi yfir. Mögulega var það hin slælega aðsókn sem Eternals hlaut sem fékk mig til að halda að hægjast væri Marvel-lestinni. Svo virðist hins vegar sem aðsóknin á Eternals hafi verið Eternals-vandamál en ekki Marvel-vandamál. Sleppti stiklunni Ég tók meðvitaða ákvörðun um að horfa ekki á stiklu myndarinnar og mætti því í besta bíó landsins (Sambíóin í Egilshöll) án þess að vita nokkuð um þessa nýjustu Marvel afurð. Jafn furðulega og það kann að hljóma þá tel ég það vinna með myndinni hafi áhorfendur séð stikluna (oftast er því öfugt farið). Spider-man: No Way Home er einhverskonar greatest hits úr Spiderman-heiminum, persónur og leikarar úr fyrri myndum um köngurlóarmanninn stinga upp kollinum. Þá á ég ekki við að þetta séu persónur úr fyrri myndunum tveimur með Tom Holland, nei nei nei, hér birtast persónur og leikarar úr myndum þar sem Andrew Garfield og Tobey Maguire léku titilhlutverkið. Þetta kom mér nefnilega eilítið á óvart og upplifun mín á því þegar Dr Otto Octavius birtist var meira í ætt við: „Hvaða bull er þetta,“ frekar en að ég hafi hugsað: „Geggjað!“ Stráklingurinn og Doktorinn. Willem Dafoe, Alfred Molina og Jamie Foxx leika hér aftur persónur sínar úr fyrri myndum og úr verður allsherjar „fan-service“-svall (fan-service = aðdáendaþjónkun?). Þetta varð til þess að mér leið eins og ég væri að fylgjast með börnum að leik með Spiderman-kallana sína. Aðdáendum Spiderman virðist þó líka þetta vel, þar sem áhorfendaeinkunn hennar á Imdb.com er 9.1, á Metacritic er hún 9.3 og 99% einkunnargjafa á Rotten Tomatoes eru jákvæðir. Þó ég sé enginn ofur Spiderman-aðdáandi, þá skil ég hvað dregur fólk að persónunni og ævintýrum hennar. Ætli upplifun mestu aðdáendanna á þessari mynd sé ekki svipuð og mín þegar Logi Geimgengill birtist í lokaþætti annarrar þáttaraðar af The Mandalorian. Þar stóð ég upp og klappaði. Ég ætla þó að gefa framleiðendum The Mandalorian að það var eilítið heilli brú í innkomu Loga þar, a.m.k. meiri en alls þessa persónugallerís hér. Þetta skildi mig aðallega eftir með spurninguna: Til hvers? Sennilega er svarið: Af því við getum það og aðdáendurnir munu elska það. Það hlýtur að mega og er örugglega gild ástæða. Athugasemd sérvitrings Heilt yfir er Spider-man: No Way Home hin fínasta skemmtun, hvergi er dauður punktur og krakkarnir ættu allir að koma ánægðir út úr salnum að sýningu lokinni. En auðvitað eru gamlir sérvitringar eins og ég með athugasemdir. Það er áberandi galli við myndina og á yfirborðinu gæti hann virst smávægilegur, en við nánari skoðun er hann risastór og í raun fellir trúverðugleika sögunnar. Það er ákvörðun Peter Parker að neita að hlýða mjög svo rökréttum fyrirmælum Doctor Strange um að endurstilla það sem fór úrskeiðis þegar Doktorinn reynir að láta allan heiminn gleyma því að Parker sé Spiderman. Ég átti a.m.k. mjög erfitt með að fara með hetjunni okkar í þessa flónarför, sem snýst um það að bjarga illmennum fyrri mynda. Hér er svo ótrúlega grunnt grafið þegar kemur að því að rótfesta söguna að húsið fýkur ef vindstigin verða fleiri en fimm. Ég náði þó að gleyma þessu þegar sögunni vatt fram, en einungis vegna þess að ég var að leggja mig fram við það svo ég gæti notið áhorfsins. Niðurstaða: Aðdáendur munu elska Spider-man: No Way Home. Fyrir aðra þá sleppur hún og er ágæt skemmtun. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þessi stjarnfræðilega hylli köngurlóarmannsins kom mér eilítið á óvart. Ég vissi að hann væri vinsæll, en ekki að hann væri það vinsæll að aðsóknin vestra myndi enda í 220 milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina, og það með Ómíkron-afbrigðið hangandi yfir. Mögulega var það hin slælega aðsókn sem Eternals hlaut sem fékk mig til að halda að hægjast væri Marvel-lestinni. Svo virðist hins vegar sem aðsóknin á Eternals hafi verið Eternals-vandamál en ekki Marvel-vandamál. Sleppti stiklunni Ég tók meðvitaða ákvörðun um að horfa ekki á stiklu myndarinnar og mætti því í besta bíó landsins (Sambíóin í Egilshöll) án þess að vita nokkuð um þessa nýjustu Marvel afurð. Jafn furðulega og það kann að hljóma þá tel ég það vinna með myndinni hafi áhorfendur séð stikluna (oftast er því öfugt farið). Spider-man: No Way Home er einhverskonar greatest hits úr Spiderman-heiminum, persónur og leikarar úr fyrri myndum um köngurlóarmanninn stinga upp kollinum. Þá á ég ekki við að þetta séu persónur úr fyrri myndunum tveimur með Tom Holland, nei nei nei, hér birtast persónur og leikarar úr myndum þar sem Andrew Garfield og Tobey Maguire léku titilhlutverkið. Þetta kom mér nefnilega eilítið á óvart og upplifun mín á því þegar Dr Otto Octavius birtist var meira í ætt við: „Hvaða bull er þetta,“ frekar en að ég hafi hugsað: „Geggjað!“ Stráklingurinn og Doktorinn. Willem Dafoe, Alfred Molina og Jamie Foxx leika hér aftur persónur sínar úr fyrri myndum og úr verður allsherjar „fan-service“-svall (fan-service = aðdáendaþjónkun?). Þetta varð til þess að mér leið eins og ég væri að fylgjast með börnum að leik með Spiderman-kallana sína. Aðdáendum Spiderman virðist þó líka þetta vel, þar sem áhorfendaeinkunn hennar á Imdb.com er 9.1, á Metacritic er hún 9.3 og 99% einkunnargjafa á Rotten Tomatoes eru jákvæðir. Þó ég sé enginn ofur Spiderman-aðdáandi, þá skil ég hvað dregur fólk að persónunni og ævintýrum hennar. Ætli upplifun mestu aðdáendanna á þessari mynd sé ekki svipuð og mín þegar Logi Geimgengill birtist í lokaþætti annarrar þáttaraðar af The Mandalorian. Þar stóð ég upp og klappaði. Ég ætla þó að gefa framleiðendum The Mandalorian að það var eilítið heilli brú í innkomu Loga þar, a.m.k. meiri en alls þessa persónugallerís hér. Þetta skildi mig aðallega eftir með spurninguna: Til hvers? Sennilega er svarið: Af því við getum það og aðdáendurnir munu elska það. Það hlýtur að mega og er örugglega gild ástæða. Athugasemd sérvitrings Heilt yfir er Spider-man: No Way Home hin fínasta skemmtun, hvergi er dauður punktur og krakkarnir ættu allir að koma ánægðir út úr salnum að sýningu lokinni. En auðvitað eru gamlir sérvitringar eins og ég með athugasemdir. Það er áberandi galli við myndina og á yfirborðinu gæti hann virst smávægilegur, en við nánari skoðun er hann risastór og í raun fellir trúverðugleika sögunnar. Það er ákvörðun Peter Parker að neita að hlýða mjög svo rökréttum fyrirmælum Doctor Strange um að endurstilla það sem fór úrskeiðis þegar Doktorinn reynir að láta allan heiminn gleyma því að Parker sé Spiderman. Ég átti a.m.k. mjög erfitt með að fara með hetjunni okkar í þessa flónarför, sem snýst um það að bjarga illmennum fyrri mynda. Hér er svo ótrúlega grunnt grafið þegar kemur að því að rótfesta söguna að húsið fýkur ef vindstigin verða fleiri en fimm. Ég náði þó að gleyma þessu þegar sögunni vatt fram, en einungis vegna þess að ég var að leggja mig fram við það svo ég gæti notið áhorfsins. Niðurstaða: Aðdáendur munu elska Spider-man: No Way Home. Fyrir aðra þá sleppur hún og er ágæt skemmtun.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira