Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. desember 2021 17:51 Hvenær er faraldur faraldur, Haraldur? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. vísir Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. Mótmælin fóru eflaust ekki fram hjá neinum sem átti leið um miðbæinn á milli klukkan 16 og 17 í dag en óvenjumargir sóttu mótmælin í samanburði við fyrri mótmæli þeirra sem efast um gildi bólusetninga. Eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þá auglýsti hópurinn mótmælin undir heitinu Friðarganga, hernaðarandstæðingum til lítillar ánægju en þeir hafa haldið árlega friðargöngu á Þorláksmessu frá árinu 1980. Sérstaklega sveið þessi nafnastuldur vegna þess að hernaðarandstæðingar hafa aflýst göngu sinni í ár af tilliti til sóttvarnatakmarkana. Í samtali við fréttastofu í gær þvertóku skipuleggjendur mótmælanna fyrir að nafnið væri fengið frá friðargöngu hernaðarandstæðinga. En sama hvort mótmælendur hafi haft hina fjörutíu ára gömlu jólahefð hernaðarandstæðinga í huga við nafngiftina eða ekki verður óumdeilt að titillinn er góður á mótmæli. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælunum í dag. Og slagorð mótmælanda sem sjá mátti á skiltum þeirra voru einnig mörg nokkuð frumleg og jafnvel fyndin, sama hvað hverjum kann að finnast um boðskapinn sjálfan. Þar mátti sjá bregða fyrir hinu klassíska stílbragði, rími, hjá einum sem gekk framarlega í hópnum niður Laugaveginn: „Hvenær verður faraldur faraldur, Haraldur?“ og má þar ætla að spurningunni sé beint að fyrrverandi sóttvarnalækni Haraldi Briem. Og annar virtist ósáttur með gjöfina sem hann hafði fengið í skóinn hjá Hurðaskelli í nótt, kannski skiljanlega en á hans skilti stóð: „Hvað fékkstu í skóinn? Ég fékk 2ja metra málband“. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Mótmælin fóru eflaust ekki fram hjá neinum sem átti leið um miðbæinn á milli klukkan 16 og 17 í dag en óvenjumargir sóttu mótmælin í samanburði við fyrri mótmæli þeirra sem efast um gildi bólusetninga. Eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þá auglýsti hópurinn mótmælin undir heitinu Friðarganga, hernaðarandstæðingum til lítillar ánægju en þeir hafa haldið árlega friðargöngu á Þorláksmessu frá árinu 1980. Sérstaklega sveið þessi nafnastuldur vegna þess að hernaðarandstæðingar hafa aflýst göngu sinni í ár af tilliti til sóttvarnatakmarkana. Í samtali við fréttastofu í gær þvertóku skipuleggjendur mótmælanna fyrir að nafnið væri fengið frá friðargöngu hernaðarandstæðinga. En sama hvort mótmælendur hafi haft hina fjörutíu ára gömlu jólahefð hernaðarandstæðinga í huga við nafngiftina eða ekki verður óumdeilt að titillinn er góður á mótmæli. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælunum í dag. Og slagorð mótmælanda sem sjá mátti á skiltum þeirra voru einnig mörg nokkuð frumleg og jafnvel fyndin, sama hvað hverjum kann að finnast um boðskapinn sjálfan. Þar mátti sjá bregða fyrir hinu klassíska stílbragði, rími, hjá einum sem gekk framarlega í hópnum niður Laugaveginn: „Hvenær verður faraldur faraldur, Haraldur?“ og má þar ætla að spurningunni sé beint að fyrrverandi sóttvarnalækni Haraldi Briem. Og annar virtist ósáttur með gjöfina sem hann hafði fengið í skóinn hjá Hurðaskelli í nótt, kannski skiljanlega en á hans skilti stóð: „Hvað fékkstu í skóinn? Ég fékk 2ja metra málband“.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00
Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01
Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34