Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. desember 2021 17:51 Hvenær er faraldur faraldur, Haraldur? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. vísir Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. Mótmælin fóru eflaust ekki fram hjá neinum sem átti leið um miðbæinn á milli klukkan 16 og 17 í dag en óvenjumargir sóttu mótmælin í samanburði við fyrri mótmæli þeirra sem efast um gildi bólusetninga. Eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þá auglýsti hópurinn mótmælin undir heitinu Friðarganga, hernaðarandstæðingum til lítillar ánægju en þeir hafa haldið árlega friðargöngu á Þorláksmessu frá árinu 1980. Sérstaklega sveið þessi nafnastuldur vegna þess að hernaðarandstæðingar hafa aflýst göngu sinni í ár af tilliti til sóttvarnatakmarkana. Í samtali við fréttastofu í gær þvertóku skipuleggjendur mótmælanna fyrir að nafnið væri fengið frá friðargöngu hernaðarandstæðinga. En sama hvort mótmælendur hafi haft hina fjörutíu ára gömlu jólahefð hernaðarandstæðinga í huga við nafngiftina eða ekki verður óumdeilt að titillinn er góður á mótmæli. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælunum í dag. Og slagorð mótmælanda sem sjá mátti á skiltum þeirra voru einnig mörg nokkuð frumleg og jafnvel fyndin, sama hvað hverjum kann að finnast um boðskapinn sjálfan. Þar mátti sjá bregða fyrir hinu klassíska stílbragði, rími, hjá einum sem gekk framarlega í hópnum niður Laugaveginn: „Hvenær verður faraldur faraldur, Haraldur?“ og má þar ætla að spurningunni sé beint að fyrrverandi sóttvarnalækni Haraldi Briem. Og annar virtist ósáttur með gjöfina sem hann hafði fengið í skóinn hjá Hurðaskelli í nótt, kannski skiljanlega en á hans skilti stóð: „Hvað fékkstu í skóinn? Ég fékk 2ja metra málband“. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Mótmælin fóru eflaust ekki fram hjá neinum sem átti leið um miðbæinn á milli klukkan 16 og 17 í dag en óvenjumargir sóttu mótmælin í samanburði við fyrri mótmæli þeirra sem efast um gildi bólusetninga. Eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þá auglýsti hópurinn mótmælin undir heitinu Friðarganga, hernaðarandstæðingum til lítillar ánægju en þeir hafa haldið árlega friðargöngu á Þorláksmessu frá árinu 1980. Sérstaklega sveið þessi nafnastuldur vegna þess að hernaðarandstæðingar hafa aflýst göngu sinni í ár af tilliti til sóttvarnatakmarkana. Í samtali við fréttastofu í gær þvertóku skipuleggjendur mótmælanna fyrir að nafnið væri fengið frá friðargöngu hernaðarandstæðinga. En sama hvort mótmælendur hafi haft hina fjörutíu ára gömlu jólahefð hernaðarandstæðinga í huga við nafngiftina eða ekki verður óumdeilt að titillinn er góður á mótmæli. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælunum í dag. Og slagorð mótmælanda sem sjá mátti á skiltum þeirra voru einnig mörg nokkuð frumleg og jafnvel fyndin, sama hvað hverjum kann að finnast um boðskapinn sjálfan. Þar mátti sjá bregða fyrir hinu klassíska stílbragði, rími, hjá einum sem gekk framarlega í hópnum niður Laugaveginn: „Hvenær verður faraldur faraldur, Haraldur?“ og má þar ætla að spurningunni sé beint að fyrrverandi sóttvarnalækni Haraldi Briem. Og annar virtist ósáttur með gjöfina sem hann hafði fengið í skóinn hjá Hurðaskelli í nótt, kannski skiljanlega en á hans skilti stóð: „Hvað fékkstu í skóinn? Ég fékk 2ja metra málband“.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00
Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01
Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34