Dætur Þóris Hergeirssonar afar stoltar af föður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 12:31 Þórir Hergeirsson fagnar með heimsmeistarabikarinn eftir sigurinn í úrslitaleiknum í gær. AP/Joan Monfort Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti og sigurganga hans hélt áfram á Spáni í gær. Margir glöddust í Noregi og ekki síst fjölskyldumeðlimirnir. Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva. HM 2021 í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira