Sonur Zlatan Ibrahimovic vill nú skipta um eftirnafn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 16:00 Zlatan Ibrahimovic er enn að spila og gera góða hluti með AC Milan í ítölsku deildinni. Fjölskylda hans er samt heima í Svíþjóð. Getty/Nicolò Campo Synir Zlatans Ibrahimovic hafa verið að æfa hjá Hammarby en ekki undir nafni föður síns. Nú vill sá eldri taka upp hið heimsfræga nafn föður síns. Strákarnir hans Ibrahimovic skráðu sig hjá Hammarby undir eftirnafni móður sinnar til að forðast pressuna og athyglina sem kæmi um leið og menn sjá Ibrahimovic nafnið. Zlatan sagði blaðamanni Dagens Nyheder frá því að eldri strákurinn hans vilji nú vera Ibrahimovic. Zlatan Ibrahimovic avslöjar sonens val: Inte viktigt för mig https://t.co/9cWnhxF7To— Sportbladet (@sportbladet) December 19, 2021 „Hann hefur valið það að vera Ibrahimovic,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við DN. Ibrahimovic hefur átt hlut í Hammarby IF síðan árið 2019. Hann býr og vinnur sem leikmaður AC Milan í Mílanóborg en restin af fjölskyldunni býr í Stokkhólmi. Strákarnir hans eru þrettán og fimmtán ára gamlir og hafa spilað undir nafni móður sinnar, Helena Seger, en þeir heita Maximilian (fæddur 22. september 2006) og Vincent (fæddur 6. mars 2008). „Við ákváðum að gera þetta svo að það væri ekki of mikil pressa á þeim. En það breytir kannski ekki öllu því fólk bendir, talar og hvíslar. Þeir hafa ráðið vel við þetta og eru mjög sterkir,“ sagði Zlatan. Nú er sá eldri harður á því að vera með Ibrahimovic á bakinu. „Hann hefur ákveðið að breyta nafninu og vera Ibrahimovic. Sá yngri er enn svo ungur. Þetta skiptir mig ekki miklu máli því það mikilvægasta er að þeir séu heilbrigðir og líði vel,“ sagði Zlatan. „Ég krefst einskis. Ég vil bara að þeir leggi sig fram og geri sitt besta. Líka að þeir geri þetta fyrir sig sjálfa en ekki fyrir pabba, mömmu eða einhvern annan. Ég hef séð fullt af foreldrum pressa á börnin sín eins og það sé skylda fyrir þau að verða atvinnumenn. Þannig á þetta ekki að vera,“ sagði Zlatan. Ítalski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Strákarnir hans Ibrahimovic skráðu sig hjá Hammarby undir eftirnafni móður sinnar til að forðast pressuna og athyglina sem kæmi um leið og menn sjá Ibrahimovic nafnið. Zlatan sagði blaðamanni Dagens Nyheder frá því að eldri strákurinn hans vilji nú vera Ibrahimovic. Zlatan Ibrahimovic avslöjar sonens val: Inte viktigt för mig https://t.co/9cWnhxF7To— Sportbladet (@sportbladet) December 19, 2021 „Hann hefur valið það að vera Ibrahimovic,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við DN. Ibrahimovic hefur átt hlut í Hammarby IF síðan árið 2019. Hann býr og vinnur sem leikmaður AC Milan í Mílanóborg en restin af fjölskyldunni býr í Stokkhólmi. Strákarnir hans eru þrettán og fimmtán ára gamlir og hafa spilað undir nafni móður sinnar, Helena Seger, en þeir heita Maximilian (fæddur 22. september 2006) og Vincent (fæddur 6. mars 2008). „Við ákváðum að gera þetta svo að það væri ekki of mikil pressa á þeim. En það breytir kannski ekki öllu því fólk bendir, talar og hvíslar. Þeir hafa ráðið vel við þetta og eru mjög sterkir,“ sagði Zlatan. Nú er sá eldri harður á því að vera með Ibrahimovic á bakinu. „Hann hefur ákveðið að breyta nafninu og vera Ibrahimovic. Sá yngri er enn svo ungur. Þetta skiptir mig ekki miklu máli því það mikilvægasta er að þeir séu heilbrigðir og líði vel,“ sagði Zlatan. „Ég krefst einskis. Ég vil bara að þeir leggi sig fram og geri sitt besta. Líka að þeir geri þetta fyrir sig sjálfa en ekki fyrir pabba, mömmu eða einhvern annan. Ég hef séð fullt af foreldrum pressa á börnin sín eins og það sé skylda fyrir þau að verða atvinnumenn. Þannig á þetta ekki að vera,“ sagði Zlatan.
Ítalski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira