Grípa ekki til aðgerða vegna deilna um „Zolo“ Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2021 08:22 Rekstur City Bikes gengur út á leigu og sölu á rafmagnshlaupahjólum. Zolo Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna deilna um notkun á auðmenninu og vörumerkinu ZOLO. Kvörtun hafði borist stofnuninni frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf á merkinu Zolo á rafhlaupahjólum sínum. Á vef Neytendastofu segir að í kvörtun Zolo og dætra sé rakið að félagið telji notkun City Bikes á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti þess og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. City Bikes hafnaði hins vegar því sem fram kom í kvörtun Zolo á dætra og benti á að félögin væru ekki í samkeppni og starfsemi þeirra ótengd. Zolo og dætur rekur verslun í Keflavík og netverslunina ilmoliulampar.is með vöruframboð yfir tvö hundruð gerða af ilmolíum og ilmkjarnaolíum, ásamt fjölda tegunda ilmolíulampa. Rekstur City Bikes gengur hins vegar út á leigu og sölu á rafmagnshlaupahjólum. Neytendastofa taldi í ákvörðun sinni nauðsynlegt að horfa til og styðjast við heildarmat á því hvort hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum vegna líkinda auðkennanna. „Starfsemin væri að mati Neytendastofu ólík sem og framboð á vörum og þeirri þjónustu sem fyrirtækin veita viðskiptavinum sínum. Þá væru myndmerki fyrirtækjanna talsvert ólík sem og firmaheiti þeirra. Heildarmat á útliti auðkennanna, notkun þeirra og vöruframboði sem og markhópi leiddi til þeirrar niðurstöðu stofnunarinnar að þrátt fyrir notkun á sama heitinu „ZOLO“ í einhverri mynd þá væri ekki hætta á ruglingi. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til frekari aðgerða í málinu,“ segir á síðu Neytendastofu. Höfundarréttur Rafhlaupahjól Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Á vef Neytendastofu segir að í kvörtun Zolo og dætra sé rakið að félagið telji notkun City Bikes á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti þess og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. City Bikes hafnaði hins vegar því sem fram kom í kvörtun Zolo á dætra og benti á að félögin væru ekki í samkeppni og starfsemi þeirra ótengd. Zolo og dætur rekur verslun í Keflavík og netverslunina ilmoliulampar.is með vöruframboð yfir tvö hundruð gerða af ilmolíum og ilmkjarnaolíum, ásamt fjölda tegunda ilmolíulampa. Rekstur City Bikes gengur hins vegar út á leigu og sölu á rafmagnshlaupahjólum. Neytendastofa taldi í ákvörðun sinni nauðsynlegt að horfa til og styðjast við heildarmat á því hvort hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum vegna líkinda auðkennanna. „Starfsemin væri að mati Neytendastofu ólík sem og framboð á vörum og þeirri þjónustu sem fyrirtækin veita viðskiptavinum sínum. Þá væru myndmerki fyrirtækjanna talsvert ólík sem og firmaheiti þeirra. Heildarmat á útliti auðkennanna, notkun þeirra og vöruframboði sem og markhópi leiddi til þeirrar niðurstöðu stofnunarinnar að þrátt fyrir notkun á sama heitinu „ZOLO“ í einhverri mynd þá væri ekki hætta á ruglingi. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til frekari aðgerða í málinu,“ segir á síðu Neytendastofu.
Höfundarréttur Rafhlaupahjól Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent