Eyjólfur í Epal með hæsta boð og leitar fólks sem á skilið að fá stólinn gefins Eiður Þór Árnason skrifar 21. desember 2021 08:01 Stóllinn sem hefur vakið mikla athygli er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum. Samsett Eyjólfur Pálsson, stofnandi og aðaleigandi Epal, átti hæsta boðið í danskan hönnunarstól sem Góði hirðirinn setti á uppboð á dögunum. 165 þúsund krónur fengust fyrir stólinn sem hannaður er af danska húsgagnahönnuðinum Arne Vodder en upphæðin rennur til Ljóssins. Eyjólfur ætlar ekki að láta þar við sitja og ætlar Epal að tvöfalda upphæðina svo samtals 330 þúsund krónur fari til Ljóssins, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Til stendur að gera slitna stólinn upp og gefa hann góðu fólki sem hefur lagt sitt að mörkum til samfélagsins. Var um tíma dýrasta vara Góða hirðisins Fréttastofa greindi frá því fyrir tæpum tveimur vikum að stóllinn væri kominn í sölu hjá Góða hirðinum og væri dýrasta vara sem verslunin hafi nokkurn tímann selt. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og hljóðaði verðmiðinn upp á 500 þúsund krónur. Eftir að verðið vakti athygli og jafnvel hneykslan steig eigandi stólsins fram og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins í ljósi þess að hann missti konuna sína úr krabbameini. Þá var ákveðið að setja stólinn á uppboð síðasta miðvikudag og lauk því klukkan fjögur í gær. Fyrsta boð var upp á 95 þúsund krónur. Eyjólfur segir í samtali við Vísi að saga stólsins renni stoðum undir hina margkveðnu vísu Epalfólks að klassísk skandinavísk hönnun haldi verðmæti sínu. Gott að gefa af sér „Þegar við sáum að fyrri eigandi vildi að þessi upphæð færi til Ljóssins, þá fannst okkur bara rakið að við myndum bíða þangað til tvær mínútur í fjögur og sáum hvað þyrfti að bjóða svo Ljósið fengi sem mest,“ segir Eyjólfur. Er einhver jólakærleikur þarna að verkum? „Já, er það ekki bara. Ég kominn með húsgagnasmið sem ætlar að koma honum í gott stand og svo fáum við bólstrara til að bólstra hann. Svo eru vangaveltur um að finna honum heimili ef einhver er með hugmynd um verðugt heimili. Það þarf að vera einhver sem á hann skilið og þarf hjálp, við eigum eftir að þróa það betur,“ segir Eyjólfur og bætir við að fólki sé frjálst að mæta í næstu verslun Epal og bera upp nöfn á góðu fólki. Eyjólfur segir að jólavertíðin og árið í heild hafi gengið ljómandi vel hjá Epal sem rekur nú fimm verslanir á Suðvesturhorninu, auk netverslunar. „En það má ekki að gleyma því að þetta er 46 ára gamalt fyrirtæki og það hafa verið skin og skúrir. Ég hef á einhverjum árum mætt hérna og velt því fyrir mér hvað ég eigi að segja þeim sem eru að hringja og rukka mig pening en ég hef notið rosalegrar velvildar almennt. Nú gengur dúndrandi vel og þá er bara allt í lagi að gefa af sér.“ Verslun Tíska og hönnun Tengdar fréttir Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14. desember 2021 19:00 Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Eyjólfur ætlar ekki að láta þar við sitja og ætlar Epal að tvöfalda upphæðina svo samtals 330 þúsund krónur fari til Ljóssins, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Til stendur að gera slitna stólinn upp og gefa hann góðu fólki sem hefur lagt sitt að mörkum til samfélagsins. Var um tíma dýrasta vara Góða hirðisins Fréttastofa greindi frá því fyrir tæpum tveimur vikum að stóllinn væri kominn í sölu hjá Góða hirðinum og væri dýrasta vara sem verslunin hafi nokkurn tímann selt. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og hljóðaði verðmiðinn upp á 500 þúsund krónur. Eftir að verðið vakti athygli og jafnvel hneykslan steig eigandi stólsins fram og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins í ljósi þess að hann missti konuna sína úr krabbameini. Þá var ákveðið að setja stólinn á uppboð síðasta miðvikudag og lauk því klukkan fjögur í gær. Fyrsta boð var upp á 95 þúsund krónur. Eyjólfur segir í samtali við Vísi að saga stólsins renni stoðum undir hina margkveðnu vísu Epalfólks að klassísk skandinavísk hönnun haldi verðmæti sínu. Gott að gefa af sér „Þegar við sáum að fyrri eigandi vildi að þessi upphæð færi til Ljóssins, þá fannst okkur bara rakið að við myndum bíða þangað til tvær mínútur í fjögur og sáum hvað þyrfti að bjóða svo Ljósið fengi sem mest,“ segir Eyjólfur. Er einhver jólakærleikur þarna að verkum? „Já, er það ekki bara. Ég kominn með húsgagnasmið sem ætlar að koma honum í gott stand og svo fáum við bólstrara til að bólstra hann. Svo eru vangaveltur um að finna honum heimili ef einhver er með hugmynd um verðugt heimili. Það þarf að vera einhver sem á hann skilið og þarf hjálp, við eigum eftir að þróa það betur,“ segir Eyjólfur og bætir við að fólki sé frjálst að mæta í næstu verslun Epal og bera upp nöfn á góðu fólki. Eyjólfur segir að jólavertíðin og árið í heild hafi gengið ljómandi vel hjá Epal sem rekur nú fimm verslanir á Suðvesturhorninu, auk netverslunar. „En það má ekki að gleyma því að þetta er 46 ára gamalt fyrirtæki og það hafa verið skin og skúrir. Ég hef á einhverjum árum mætt hérna og velt því fyrir mér hvað ég eigi að segja þeim sem eru að hringja og rukka mig pening en ég hef notið rosalegrar velvildar almennt. Nú gengur dúndrandi vel og þá er bara allt í lagi að gefa af sér.“
Verslun Tíska og hönnun Tengdar fréttir Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14. desember 2021 19:00 Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14. desember 2021 19:00
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41