Ein af hetjunum hans Þóris gafst ekki upp þrátt fyrir tíu hnéaðgerðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 11:01 Nora Mörk stendur hér fremst þegar norsku stelpurnar fagna heimsmeistaratitlinum. AP/Joan Monfort Það voru örugglega margir búnir að afskrifa norska kvennalandsliðið þegar liðið var komið sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins á móti Frökkum. Norsku stelpurnar gáfust hins vegar ekki upp, snéru leiknum við á augabragði í seinni hálfleiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Ein af hetjum norska liðsins var hægri skyttan Nora Mörk. Hún var ein af þeim sem töpuðu úrslitaleik HM 2017 á móti Frökkum og var ein af þeim sem leiddi endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum um helgina. Mørk etter VM-gullet: Glad jeg ikke ga opp https://t.co/Y4M0KjAhbQ— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 Frá því í úrslitaleiknum 2017 hafði Nora gengið í gegnum mikið mótlæti og meðal annars þurft að gangast undir margar hnéaðgerðir. Aðgerð á liðþófa þýddi að hún missti af EM 2018 og hún sleit síðan krossband árið eftir og missti þar með af HM 2019. Hún hjálpaði Noregi að verða Evrópumeistari 2020 en hefur alls þurft að fara í tíu hnéaðgerðir á ferlinum. Nora óttaðist enn ein hnémeiðslin þegar hún haltraði af velli í Meistaradeildarleik en slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli. Á árinu 2021 hefur hún hjálpað Vipers Kristiansand að vinna Meistaradeildina, unnið brons á Ólympíuleikunum og nú gull á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Ég er virkilega, virkilega ánægð, svo ánægð. Ég kann svo sannarlega að meta þetta. Ég þakka fyrir að hafa ekki gefist upp. Þetta eru verðlaun fyrir það sem ég hef lagt á mig og þetta er rosalega gaman,“ sagði Nora Mörk við Verdens Gang. Mörk varð markahæsti leikmaður norska liðsins á HM með 43 mörk og einnig sú stoðsendingahæsta í liðinu með 44 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 87 mörkum norska liðsins. Hún skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í úrslitaleiknum. Nora segist hafa haldið ró sinni þrátt fyrir að norska liðið hafi verið mikið undir í fyrri hálfleiknum. „Ég var í raun bara nokkuð róleg. Ég hugsaði að það væri aðeins við sem gætum gert eitthvað í þessu. Við urðum bara að halda áfram að berjast og ná þeim. Okkur tókst það og svo spiluðum við frábæran sóknarleik í seinni hálfleiknum. Þetta var leikur fyrir sögubækurnar,“ sagði Mörk. Er þetta magnaðasta endurkoma hennar á ferlinum í svona stórum leik. „Já án vafa. Ég var samt svo róleg. Það var engin pirringur eða reiði. Ég var svo fullkomlega yfirveguð. Ekki að þetta gengi örugglega upp heldur að við myndum gera það besta sem við gætum,“ sagði Mörk. HM 2021 í handbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Norsku stelpurnar gáfust hins vegar ekki upp, snéru leiknum við á augabragði í seinni hálfleiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Ein af hetjum norska liðsins var hægri skyttan Nora Mörk. Hún var ein af þeim sem töpuðu úrslitaleik HM 2017 á móti Frökkum og var ein af þeim sem leiddi endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum um helgina. Mørk etter VM-gullet: Glad jeg ikke ga opp https://t.co/Y4M0KjAhbQ— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 Frá því í úrslitaleiknum 2017 hafði Nora gengið í gegnum mikið mótlæti og meðal annars þurft að gangast undir margar hnéaðgerðir. Aðgerð á liðþófa þýddi að hún missti af EM 2018 og hún sleit síðan krossband árið eftir og missti þar með af HM 2019. Hún hjálpaði Noregi að verða Evrópumeistari 2020 en hefur alls þurft að fara í tíu hnéaðgerðir á ferlinum. Nora óttaðist enn ein hnémeiðslin þegar hún haltraði af velli í Meistaradeildarleik en slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli. Á árinu 2021 hefur hún hjálpað Vipers Kristiansand að vinna Meistaradeildina, unnið brons á Ólympíuleikunum og nú gull á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Ég er virkilega, virkilega ánægð, svo ánægð. Ég kann svo sannarlega að meta þetta. Ég þakka fyrir að hafa ekki gefist upp. Þetta eru verðlaun fyrir það sem ég hef lagt á mig og þetta er rosalega gaman,“ sagði Nora Mörk við Verdens Gang. Mörk varð markahæsti leikmaður norska liðsins á HM með 43 mörk og einnig sú stoðsendingahæsta í liðinu með 44 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 87 mörkum norska liðsins. Hún skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í úrslitaleiknum. Nora segist hafa haldið ró sinni þrátt fyrir að norska liðið hafi verið mikið undir í fyrri hálfleiknum. „Ég var í raun bara nokkuð róleg. Ég hugsaði að það væri aðeins við sem gætum gert eitthvað í þessu. Við urðum bara að halda áfram að berjast og ná þeim. Okkur tókst það og svo spiluðum við frábæran sóknarleik í seinni hálfleiknum. Þetta var leikur fyrir sögubækurnar,“ sagði Mörk. Er þetta magnaðasta endurkoma hennar á ferlinum í svona stórum leik. „Já án vafa. Ég var samt svo róleg. Það var engin pirringur eða reiði. Ég var svo fullkomlega yfirveguð. Ekki að þetta gengi örugglega upp heldur að við myndum gera það besta sem við gætum,“ sagði Mörk.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira