„Þetta verður mikið vesen” Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. desember 2021 12:11 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir ómíkronafbrigðið svo smitandi að við mundum ekki ráða við að greina alla sem smitast ef það fær að geysa hér óhindrað. Vísir/Arnar Prófessor í líftölfræði segir allt stefna í heljarinnar vesen þegar ómíkronafbrigðið tekur yfir. Það smitast margfalt hraðar heldur en fyrri afbrigði og ef það fengi að geysa óhindrað yrðu svo mörg smit hér að það væri ekki einu sinni hægt að greina þau öll. Af þessum tæplega 300 sem greindust í gær voru 180 utan sóttkvíar og nokkuð stór hluti óbólusettur. Nú eru meira en fimm þúsund manns á landinu annað hvort í einangrun með COVID 19 eða í sóttkví. Lóðbeinn vöxtur upp á við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þó að það hafi komið vísbending um viðsnúning í síðustu viku varðandi vaxtahraða veirunnar hér, er allt að stefna í nýjan veruleika. Hann segir tvöföldunartíma veirunnar ískyggilega hraðan. Ef faraldurinn tekur sömu stefnu hér og til dæmis í Danmörku eða Bretlandi, er hægt að gera ráð fyrir nýjum lóðbeinum vexti upp á við. Fyrri afbrigðin náðu að tvöfalda sig á þremur vikum. „Hraðinn núna er kominn niður í viku. Og Bretar eru að segja að tvöföldunarhraðinn á omikron, ef hún fær að geysa, séu tveir eða þrír dagar. Við erum í 300, þá erum við að tala um 600 eftir viku,” segir Thor. „Svo tekur ómikron yfir.” Mundu ekki ráða við að greina alla Allt færi hér á hliðina ef ómíkron, sem er miklu meira smitandi en delta, fengi að geysa óhindrað. „Þetta er bara alveg nýr veruleiki fyrir okkur. Við mundum ekki einu sinni ráða við sinni við að greina þennan fjölda. Þannig að þetta verður mikið vesen.” Raðgreining á nýjum smitum liggur enn ekki alveg fyrir, en ljóst er að ómíkron afbrigðið sækir hratt í sig veðrið og tekur líklega yfir delta áður en langt um líður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57 Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Af þessum tæplega 300 sem greindust í gær voru 180 utan sóttkvíar og nokkuð stór hluti óbólusettur. Nú eru meira en fimm þúsund manns á landinu annað hvort í einangrun með COVID 19 eða í sóttkví. Lóðbeinn vöxtur upp á við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þó að það hafi komið vísbending um viðsnúning í síðustu viku varðandi vaxtahraða veirunnar hér, er allt að stefna í nýjan veruleika. Hann segir tvöföldunartíma veirunnar ískyggilega hraðan. Ef faraldurinn tekur sömu stefnu hér og til dæmis í Danmörku eða Bretlandi, er hægt að gera ráð fyrir nýjum lóðbeinum vexti upp á við. Fyrri afbrigðin náðu að tvöfalda sig á þremur vikum. „Hraðinn núna er kominn niður í viku. Og Bretar eru að segja að tvöföldunarhraðinn á omikron, ef hún fær að geysa, séu tveir eða þrír dagar. Við erum í 300, þá erum við að tala um 600 eftir viku,” segir Thor. „Svo tekur ómikron yfir.” Mundu ekki ráða við að greina alla Allt færi hér á hliðina ef ómíkron, sem er miklu meira smitandi en delta, fengi að geysa óhindrað. „Þetta er bara alveg nýr veruleiki fyrir okkur. Við mundum ekki einu sinni ráða við sinni við að greina þennan fjölda. Þannig að þetta verður mikið vesen.” Raðgreining á nýjum smitum liggur enn ekki alveg fyrir, en ljóst er að ómíkron afbrigðið sækir hratt í sig veðrið og tekur líklega yfir delta áður en langt um líður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57 Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01
Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57