Jón tók Nönnu fram yfir Þorstein Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2021 12:59 Einar Karl Hallvarðsson og Nanna Magnadóttir. Stjórnarráðið Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmann í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar 2022. Hann hefur sömuleiðis skipað Nönnu Magnadóttur, formann úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 3. janúar 2022. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hæfnisnefnd hafði áður metið Einar Karl hæfastan umsækjenda og þar á eftir Nönnu og Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóra óbyggðanefndar. Ekki var gert upp á milli Nönnu og Þorsteins. „Einar Karl Hallvarðsson lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og öðlaðist málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1994 og sem hæstaréttarlögmaður árið 1997. Hann hóf störf sem lögmaður við embætti ríkislögmanns árið 1994 og hefur verið skipaður ríkislögmaður frá september 2011. Á þessum tíma hefur hann flutt mikinn fjölda mála fyrir íslenska ríkið, þar á meðal fyrir Hæstarétti, Landsrétti, Félagsdómi og EFTA-dómstólnum. Frá árinu 2016 hefur hann jafnframt verið fyrirsvarsmaður ríkisins gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hefur Einar Karl gegnt stöðu dósents í lögfræði við Háskólann á Bifröst frá árinu 2007 og frá árinu 2006 sinnt kennslu og haft umsjón með prófun í einkamálaréttarfari á námskeiðum til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Nanna Magnadóttir lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Raoul Wallenberg stofnun Háskólans í Lundi árið 2004. Þá öðlaðist hún málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2001. Á árunum 1998 - 2001 var hún aðstoðarmaður héraðsdómara og árin 2001 - 2002 lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Árið 2003 hóf hún störf sem aðstoðarmaður í fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu og árið 2004 sem lögfræðingur í deild Evrópuráðsins um fullnustu dóma Mannréttindasáttmála Evrópu. Frá 2005 sinnti Nanna margvíslegum störfum á vegum Evrópuráðsins í Kósóvó og Sameinuðu þjóðanna á Balkanskaga og frá 2009 - 2013 starfaði hún sem aðalráðgjafi hjá Eystrasaltsráðinu í Stokkhólmi. Frá ársbyrjun 2014 hefur Nanna verið forstöðumaður og formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hún hefur að auki sinnt kennslu í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir á vef ráðuneytisins. Dómstólar Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20. desember 2021 13:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hæfnisnefnd hafði áður metið Einar Karl hæfastan umsækjenda og þar á eftir Nönnu og Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóra óbyggðanefndar. Ekki var gert upp á milli Nönnu og Þorsteins. „Einar Karl Hallvarðsson lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og öðlaðist málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1994 og sem hæstaréttarlögmaður árið 1997. Hann hóf störf sem lögmaður við embætti ríkislögmanns árið 1994 og hefur verið skipaður ríkislögmaður frá september 2011. Á þessum tíma hefur hann flutt mikinn fjölda mála fyrir íslenska ríkið, þar á meðal fyrir Hæstarétti, Landsrétti, Félagsdómi og EFTA-dómstólnum. Frá árinu 2016 hefur hann jafnframt verið fyrirsvarsmaður ríkisins gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hefur Einar Karl gegnt stöðu dósents í lögfræði við Háskólann á Bifröst frá árinu 2007 og frá árinu 2006 sinnt kennslu og haft umsjón með prófun í einkamálaréttarfari á námskeiðum til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Nanna Magnadóttir lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Raoul Wallenberg stofnun Háskólans í Lundi árið 2004. Þá öðlaðist hún málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2001. Á árunum 1998 - 2001 var hún aðstoðarmaður héraðsdómara og árin 2001 - 2002 lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Árið 2003 hóf hún störf sem aðstoðarmaður í fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu og árið 2004 sem lögfræðingur í deild Evrópuráðsins um fullnustu dóma Mannréttindasáttmála Evrópu. Frá 2005 sinnti Nanna margvíslegum störfum á vegum Evrópuráðsins í Kósóvó og Sameinuðu þjóðanna á Balkanskaga og frá 2009 - 2013 starfaði hún sem aðalráðgjafi hjá Eystrasaltsráðinu í Stokkhólmi. Frá ársbyrjun 2014 hefur Nanna verið forstöðumaður og formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hún hefur að auki sinnt kennslu í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir á vef ráðuneytisins.
Dómstólar Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20. desember 2021 13:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20. desember 2021 13:30