„Það er mjög skemmtilegt að sjá fjölbreytnina í gjafakaupum fólks fyrir þessi jól. Fólk kaupir falleg kerti og servéttur í jólagjafir en líka heilu hægindastólana fyrir makann, sófa og jafnvel rúm. Síðustu dagarnir fyrir jól eru alltaf fjörugir í Vogue fyrir heimilið,“ segir Steinn Kári Ragnarsson.
Verslunin er sannkallað hlaðborð fagurkerans og hvert listaverkið á fætur öðru fyrir augað.
„Við leggjum áherslu á gæði og flotta hönnun. Það er alveg sama hvort þig vantar gjöf fyrir fólk með nýstofnað heimili eða fólk sem hefur búið í fimmtíu ár, þú finnur gjöfina hjá okkur,“ segir Steinn.

Glervörurnar frá House Nordic eru gullfallegar á jólaborðinu og æðisleg jólagjöf fyrir fagurkera.

Danski hönnuðurinn Christian Bitz slær ekki feilnótu þegar kemur að fallegum og notadrjúgum vörum fyrir heimilið. Úrval af borðbúnaði og fylgihlutum er að finna í versluninni.

Fallegu trévörurnar frá Kay Bojesen eru mikil prýði á heimilinu og fara sérstaklega vel í jólapakka. Margir kannast við skemmtilega apann en í línunni eru fjöldi dýra og fígúra sem gaman er að stilla upp í hillu, til dæmis í barnaherbergi.

Búsáhöld sem eiga sannarlega ekki heima ofan í skúffu. Fallegar vörur setja mikinn svip á eldhúsið og eru frábærar í jólapakkann handa matgæðingnum.

Gæða pottar og pönnur frá franska eðalmerkinu Le Creuset eru lífstíðareign og kjörinn handa þeim sem eru að byrja að búa.

Margir grípa tækifærið og fríska upp á heimilið fyrir jólin með flottum sófa eða hægindastól. Í versluninni er að finna fjölda fallegra gólfvasa, hliðarborða, sófa og stóla sem setja mikinn svip.

Fallega dekkað hátíðaborð með borðbúnaði frá Bitz slær tóninn í jólasamsætinu. Borðstofuhúsgögn eru einnig í úrvali í Vogue fyrir heimilið.

Það væri ekki amalegt að fá þennan gullfallega hægindastól í jólagjöf.

Kertin frá Ester & Erik eru ný vara í versluninni, falleg dönsk kerti úr náttúruvaxi sem sóta ekki og eru hægbrennandi. Línan inniheldur einnig fallega fylgihluti eins og kertastjaka og tangir.
