„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2021 20:30 Guðmundur Guðmundsson tilkynnti EM-hóp sinn á blaðamannafundi í dag, með framkvæmdastjóra og formann HSÍ sér til fulltingis. vísir/sigurjón Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. Ísland hefur keppni á EM gegn Portúgal 14. janúar, leikur svo gegn Hollandi 16. janúar og heimamönnum í Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðla. Ísland tapaði gegn Portúgal á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan og mikið liggur við að sagan endurtaki sig ekki í Búdapest 14. janúar: „Sá leikur er gríðarlega mikilvægur. Portúgal er erfiður andstæðingur. Við vitum það mjög vel“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. „Við höfum spilað marga leiki við þá [Portúgala] núna á tiltölulega skömmum tíma; tvo leiki í undankeppni EM fyrir ári síðan, svo á HM í Egyptalandi, og svo núna. Við þekkjum þá því vel. Þeir eru vel samhæfðir og stór hluti þeirra spilar í sama félagsliðinu. En það eru allir möguleikar opnir fyrir okkur. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur eins og allir leikirnir í svona riðli,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Klippa: Guðmundur um möguleika Íslands á EM Guðmundur minnti á að Ísland hefði ekki fengið auðvelt verkefni á síðasta Evrópumóti en samt komist áfram, meðal annars með því að vinna Danmörku: „Við fórum í gegnum riðilinn á EM í Svíþjóð 2020. Það var svo sem ekki árennilegt að mörgu leyti. Danir í fyrsta leik, síðan komu Rússar og svo Ungverjar. Þannig að við höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla og nú þurfum við að sjá hvernig þetta fer.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Ísland hefur keppni á EM gegn Portúgal 14. janúar, leikur svo gegn Hollandi 16. janúar og heimamönnum í Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðla. Ísland tapaði gegn Portúgal á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan og mikið liggur við að sagan endurtaki sig ekki í Búdapest 14. janúar: „Sá leikur er gríðarlega mikilvægur. Portúgal er erfiður andstæðingur. Við vitum það mjög vel“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. „Við höfum spilað marga leiki við þá [Portúgala] núna á tiltölulega skömmum tíma; tvo leiki í undankeppni EM fyrir ári síðan, svo á HM í Egyptalandi, og svo núna. Við þekkjum þá því vel. Þeir eru vel samhæfðir og stór hluti þeirra spilar í sama félagsliðinu. En það eru allir möguleikar opnir fyrir okkur. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur eins og allir leikirnir í svona riðli,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Klippa: Guðmundur um möguleika Íslands á EM Guðmundur minnti á að Ísland hefði ekki fengið auðvelt verkefni á síðasta Evrópumóti en samt komist áfram, meðal annars með því að vinna Danmörku: „Við fórum í gegnum riðilinn á EM í Svíþjóð 2020. Það var svo sem ekki árennilegt að mörgu leyti. Danir í fyrsta leik, síðan komu Rússar og svo Ungverjar. Þannig að við höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla og nú þurfum við að sjá hvernig þetta fer.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira