Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Eiður Þór Árnason skrifar 21. desember 2021 21:25 Emmsjé Gauti segist geta nokkuð vel við unað. Instagram Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57