Sonur Diego Simeone að gera frábæra hluti í Seríu A Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 14:00 Giovanni Simeone fagnar marki með Hellas Verona á móti Juventus á þessu tímabili. EPA-EFE/EMANUELE PENNACCHIO Giovanni Simeone hefur skapað sér nafn í ítölsku deildinni á þessu tímabili en hann hefur farið á kostum með liði Hellas Verona. Giovanni, sem hefur gælunafnið El Cholito, hefur kannski verið þekktastur hingað til fyrir að vera sonur Diego Simeone, þjálfara Atletico Madrid, en nú eru það afrekin inn á vellinum sem kom honum í fréttirnar. Giovanni er núna þriðji markahæsti leikmaðurinn í Seríu A, rétt á eftir þeim Ciro Immobile og Dusan Vlahovic. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Simeone er kominn með 12 mörk í fyrstu 17 leikjunum með Hellas Verona og er að auki með þrjár stoðsendingar. Verona liðið er kannski bara í þrettánda sæti en eitt af markahæstu liðum deildarinnar. Simeone kom á láni til Cagliari frá Fiorentina 2019 en Cagliari keypti hann í lok lánstímabilsins. Cagliari ákvað síðan að senda hann á lán til Hellas Verona í haust eftir að hann náði sér ekki alveg á strik á síðustu leiktíð. Simeone skoraði ekki í fyrstu þremur leikjum sínum með Hellas Verona en fór síðan í gang og var meðal annars með fernu í sigri á Lazio. Hann skoraði síðan tvennu á móti bæði Juventus og Venezia. Hann er þegar búinn að jafna sín bestu tímabil í Seríu A en hann skoraði 12 mörk í 35 leikjum fyrir Genoa 2016-17 og aftur tólf mörk í 37 leikjum með Cagliari tímabilið 2019-20. Mörkin urðu hins vegar aðeins sex í fyrra. Giovanni Simeone er fæddur árið 1995 í Madrid en faðir hans var þá að spila með liði Atlético Madrid. Hann er bæði með spænskt og argentínskt vegabréf en valdi það að spila fyrir Argentínu. Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Giovanni, sem hefur gælunafnið El Cholito, hefur kannski verið þekktastur hingað til fyrir að vera sonur Diego Simeone, þjálfara Atletico Madrid, en nú eru það afrekin inn á vellinum sem kom honum í fréttirnar. Giovanni er núna þriðji markahæsti leikmaðurinn í Seríu A, rétt á eftir þeim Ciro Immobile og Dusan Vlahovic. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Simeone er kominn með 12 mörk í fyrstu 17 leikjunum með Hellas Verona og er að auki með þrjár stoðsendingar. Verona liðið er kannski bara í þrettánda sæti en eitt af markahæstu liðum deildarinnar. Simeone kom á láni til Cagliari frá Fiorentina 2019 en Cagliari keypti hann í lok lánstímabilsins. Cagliari ákvað síðan að senda hann á lán til Hellas Verona í haust eftir að hann náði sér ekki alveg á strik á síðustu leiktíð. Simeone skoraði ekki í fyrstu þremur leikjum sínum með Hellas Verona en fór síðan í gang og var meðal annars með fernu í sigri á Lazio. Hann skoraði síðan tvennu á móti bæði Juventus og Venezia. Hann er þegar búinn að jafna sín bestu tímabil í Seríu A en hann skoraði 12 mörk í 35 leikjum fyrir Genoa 2016-17 og aftur tólf mörk í 37 leikjum með Cagliari tímabilið 2019-20. Mörkin urðu hins vegar aðeins sex í fyrra. Giovanni Simeone er fæddur árið 1995 í Madrid en faðir hans var þá að spila með liði Atlético Madrid. Hann er bæði með spænskt og argentínskt vegabréf en valdi það að spila fyrir Argentínu.
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira