18 klínískir dáleiðendur í Ármúlanum í Reykjavík Félag Klínískra Dáleiðenda 28. desember 2021 08:45 Ljósmynd Ásta Kristjánsdóttir Af rúmlega þrjátíu dáleiðendum sem eru í Félagi Klínískra Dáleiðenda hafa átján stofur sínar og aðstöðu á þrem stöðum við Ármúla, hinum nýja miðbæ Reykjavíkur. Tveir til viðbótar eru í Skeifunni, fjórir á Akureyri, tveir á Egilstöðum og Reykjanesbæ og einn í Hveragerði og í Kópavogi. Mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir þessari þjónustu, enda skilar meðferðin góðum árangri. Þau sem eru í Félagi Klínískra Dáleiðenda hafa öll útskrifast af framhaldsnámskeiðum Dáleiðsluskóla Íslands. Eftir að kennslubók framhaldsnámsins, Hugræn endurforritun, kom út varð námið mun hnitmiðraðra og aðalmeðferð flestra dáleiðendanna er nú Hugræn endurforritun. Hægt er að hafa samband við dáleiðendur og bóka tíma á daleidslufelagid.is Dáleiðslunám er hægt að bóka hjá Dáeiðsluskóla Íslands á síðunni daleidsla.is Næsta grunnnámskeið skólans hefst 11. febrúar 2022. Næsta framhaldsnámskeið hefst 8. apríl 2022. Hér fylgja viðtöl við klíníska dáleiðendur í Reykjavík, Akureyri og í Hveragerði. Metoo umræðan erfið en grundvöllur þess að fólk vinni úr sárum áföllum Auður ÁrnadóttirLjósmynd Ásta Kristjánsdóttir Auður Árnadóttir klínískur dáleiðandi rekur eigin stofu á Akureyri en hún lauk námi við Dáleiðsluskóla Íslands í maí 2018. Auður starfaði lengi sem tannsmiður áður en hún ákvað að snúa við blaðinu og skrá sig í nám í dáleiðslu. Hún segir mannshugann heillandi viðfangsefni og dáleiðslu nýtast við úrvinnslu ólíkra tilfinninga. Auður bætti einnig við sig námi í EMDR (áfallameðferð fyrir dáleiðendur) og Hugrænni endurforritun og segir opnari umræðu í samfélaginu, meðal annars um kynferðisofbeldi, hafi hvatt margt fólk til þess að leita sér aðstoðar vegna alvarlegra áfalla. „Meetoo umræðan er erfið en nauðsynleg og hefur ýtt við mörgum að vinna í sínum málum og ég verð vissulega vör við það. Mörg eru jafnvel að segja frá erfiðri reynslu í fyrsta skipti, einmitt vegna þeirrar vitundarvakningar sem orðið hefur með opnari umræðu,“ segir Auður. „Ég hef áhuga á öllu sem snertir mannshugann og sérstaklega afleiðingum áfalla. Ég hef ekki sérhæft mig í neinu sérstöku þar sem reynsla mín er sú að fólk á öllum aldri leitar til mín með allskonar vandamál, alveg frá hræðslu við flugur eða að vilja hætta að reykja, yfir í dýpstu örvæntingu vegna fíkniefnaneyslu og alvarlegara afleiðinga áfalla, ofbeldis eða misnotkunar. Kvíði er oft birtingarmynd þessara vandamála,“ útskýrir Auður. Hún segir afar gefandi að sjá fólk fá lausn sinna mála. „Mér finnst dáleiðsla frábær aðferð til árangurs og ég er svo lánsöm að hafa oft orðið vitni að ótrúlegum bata hjá skjólstæðingum mínum. Ég vinn alltaf með Kjarnanum eða innri styrk, sem margir kalla Centrum. Hann höfum við öll og hann er forsendan fyrir því sem við köllum Hugræna endurforritun. Þegar við náum að tengjast Kjarnanum og virkja hann getur hann leyst úr ótrúlegustu málum.“ Auður leggur áherslu á að þeir sem til hennar leita njóti fulls trúnaðar. Gagnkvæm virðing ríki á stofunni og þar geti fólk talað um það sem það vill. Hún segir dáleiðslu ekki töfralausn, árangur meðferðar byggi á gagnkvæmri vinnu dáleiðanda og skjólstæðings. „Það er nauðsynlegt að taka á móti fólki með opnum huga og sýna því virðingu og tillitssemi. Það þarf líka að hafa auðmýkt í þessu starfi því að við dáleiðendur erum ekki galdrafólk og við "fixum" engan. Ef fólk er tilbúið til að breyta lífi sínu gerist það, annars ekki,“ útskýrir Auður. „Það er ekki hægt að láta fólk gera neitt í dáleiðslu sem það vill ekki sjálft. Við erum heldur ekki sálfræðingar eða geðlæknar, við erum ekki að sjúkdómsgreina fólk eða skipta okkur af lyfjagjöf. Við erum að hjálpa fólki með allskonar vandamál og verkefni sem lífið leggur því á herðar, að hjálpa sér sjálfu,“ segir Auður. Möguleikar dáleiðslumeðferðar eru óendanlegir Sigurbjörg Kristjánsdóttir.Ljósmynd Ásta Kristjánsdóttir „Ég sé ekki eftir að hafa stigið þetta skref. Ég hef alltaf haft áhuga á dáleiðslu og hef góða reynslu af henni sjálf. Þegar kaflaskipti urðu í lífi mínu dreif ég mig í námið. Ég ákvað strax að gera dáleiðslumeðferð að mínu aðalstarfi og setti á fót eigin stofu í Ármúla 23,“ segir Sigurbjörg Kristjánsdóttir, klínískur dáleiðandi. Sigurbjörg lærði hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Hún segir að klínískir dáleiðendur fái góðan stuðning og eftirfylgni frá skólanum á meðan fótunum er komið undir eigin starfsemi. Ómetanlegt að upplifa bata skjólstæðinganna „Ég nýt þess að hjálpa skjólstæðingum mínum og ákvað strax að ég myndi taka á hverju því sem þau vilja vinna með frekar en að reyna að sérhæfa mig. Það virðist vera hægt að leysa allan vanda með dáleiðslumeðferð og Hugrænni endurforritun þegar fólk er tilbúið til þess. Ég hef hjálpað mörgum að ná tökum á og eyða kvíða, sorg og reiði og leysa upp afleiðingar eineltis. Þegar fólk er tilbúið er hægt að losna undan afleiðingum áfalla. Það hafa allir sín vandamál en mér finnst oft ótrúlegt hvað sumir þurfa að burðast með í gegnum lífið. Sjálf er ég engin undantekning. Lífið breyttist gjörsamlega þegar ég hafði farið í nokkra tíma í Hugrænni endurforritun. Ég hef núna hugarró sem ég hafði ekki áður og er laus undan kvíðanum og öðrum afleiðingum þeirra áfalla sem ég varð fyrir á lífsleiðinni. Í mínu starfi hjálpar mín persónulega reynsla mér að hjálpa öðrum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir að oft komi í ljós þegar fólk hefur meðferð hjá dáleiðanda að rót vandans reynist önnur en sem fólk hélt þegar það leitaði aðstoðar. „Fólk segir líka oft þegar það kemur í fyrsta tímann „ég veit ekki af hverju ég er hérna!“ Sárar minningar og erfiðleikar eru hindranir í daglegu lífi okkar og fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því af hverju því líður eins og því líður og af hverju það er kannski alltaf reitt. Þetta geta verið sárar minningar frá uppvaxtarárum, drykkja foreldra, siðblinda foreldra, misnotkun, fólk hefur upplifað kynferðislegt áreiti og ofbeldi. Ég segi þeim að fyrsta skrefið sé að panta tímann, svo spjöllum við saman og ég reyni að hafa samtalið þægilegt. Skjólstæðingar eru í öruggu rými og ég dáleiði engan fyrr en viðkomandi er tilbúinn til þess,“ segir Sigurbjörg. Hún segir marga hræðast að koma í meðferð vegna fyrri reynslu þar sem þeir hafi þurft að upplifa áföllin aftur. Sigurbjörg segir að í Hugrænni endurforritun sé hægt að horfa á sára atburði úr fortíðinni - sem hafa verið að buga fólk - með augum, reynslu og þekkingu fullorðinnar manneskju - ekki með augum barnsins sem að var sært og vissi oftast ekki hvers vegna þetta gerðist. Hver tími tekur um tvo og hálfan klukkutíma. Áður hefur Sigurbjörg heyrt í viðkomandi og átt stutt spjall. Þá fylgir hún hverjum tíma eftir til að vita hvernig hafi gengið. Margir leita til hennar seinna með önnur vandamál en þau sem voru leyst og margir vísi vinum og fjölskyldu til hennar. Hún segir að tilfinninguna ólýsanlega að sjá árangurinn þegar skjólstæðingar hennar upplifa batann. „Þetta gerist ekki af sjálfu sér, ég set ekki bara plástur á sárið. Fólk er ekki í dái í tímunum heldur þátttakendur og stjórnendur meðferðarinnar. Það er ólýsanleg tilfinning að horfa í augu fólks þegar það kemur úr dáleiðsluástandinu og sjá léttinn og sjálfsþekkinguna sem það hefur öðlast á nokkrum klukkutímum. Það er unaður að geta veitt fólki þessa þjónustu og möguleikarnir eru óendanlegir í þessu starfi,“ segir Sigurbjörg. Fólk leitar til mín með alls konar vandamál - flest með óútskýrða vanlíðan Guðbjört EinarsdóttirLjósmynd Vilhelm „Ég er að koma mér fyrir hér í Hveragerði. Ég verð með stofu á tveimur stöðum á landinu, hér í Hveragerði og á Egilsstöðum og mun vinna á báðum stöðum á næsta ári,”segir Guðbjört Einarsdóttir, eða Birta eins og hún er alltaf kölluð. Áður bjó Birta í mörg ár á Egilsstöðum en ákvað að breyta til. „Mig langaði að færa mig suður á land og Hveragerði er spennandi staður og fallegur bær. Þegar þetta hús var auglýst ákváðum við hjónin að grípa tækifærið,“segir Birta. Birta er klínískur dáleiðandi en hafði lengi unnið með Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun þegar hún skráði sig í nám hjá Dáleiðsluskóla Íslands. „Því lengur sem ég starfaði sem Craniosacral Therapist fékk ég meiri löngun til að fá dýpri skilning á líðan, hugsun og hegðun fólks. Ég fór því í nám hjá Dáleiðsluskóla Íslands, fyrst í meðferðardáleiðslu og síðan Hugrænni endurforritun. Þetta eru ótrúlega kröftug tæki og frá útskrift hef ég nánast eingöngu starfað að dáleiðslu með Hugræna endurforritun sem aðalmeðferð,“ segir Birta. Hugræn endurforritun skilvirkt og vel gert prógramm „Fólk sem leitar til mín er með alls konar vandamál,flestir með óútskýrða vanlíðan. Síðan kemur rót vandans upp á yfirborðið þegar ég leiði einstaklinginn í gegnum ferlið. Ég er leiðsögumaðurinn í ferlinu og einstaklingurinn er á sínu ferðalagi í gegnum það sem hann er að fást við, sama hvað það er, kvíði, vanlíðan, einelti frá æsku, en oft fléttast þetta allt saman á lífsleiðinni,“ segir Birta. Hún segir bældar minningar geta truflað daglegt líf. „Það koma oft upp minningar í meðferðinni sem fólk er búið að gleyma eða geymir svo vel að það er alveg ómeðvitað um að þessir atburðir geti haft bein áhrif á alla daglega hegðun og hugsun. Stór þáttur er samskipti alveg frá barnæsku, samskipti foreldra, ættingja, misnotkun í einhverri mynd, missir og óunnar tilfinningar. Meðal annars hefur komið til mín fólk sem finnst það vera alveg útbrunnið. Fólk hefur þá oftast leitað til margra annarra fagaðila áður en það kemur í dáleiðslumeðferð, sem oft er síðasta hálmstráið,“ segir Birta. „Hugræn endurforritun er alveg ótrúlega skilvirkt og vel gert ferli sem gagnast í öllum meðferðum, af því að við þurfum öll að skoða huga okkar og losa okkur við það sem gagnast okkur ekki lengur á lífsleiðinni og hlúa að því sem gerir okkur betri manneskjur. Við þurfum að leita að sátt við okkur sjálf,“ segir Birta. Heilsa Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir þessari þjónustu, enda skilar meðferðin góðum árangri. Þau sem eru í Félagi Klínískra Dáleiðenda hafa öll útskrifast af framhaldsnámskeiðum Dáleiðsluskóla Íslands. Eftir að kennslubók framhaldsnámsins, Hugræn endurforritun, kom út varð námið mun hnitmiðraðra og aðalmeðferð flestra dáleiðendanna er nú Hugræn endurforritun. Hægt er að hafa samband við dáleiðendur og bóka tíma á daleidslufelagid.is Dáleiðslunám er hægt að bóka hjá Dáeiðsluskóla Íslands á síðunni daleidsla.is Næsta grunnnámskeið skólans hefst 11. febrúar 2022. Næsta framhaldsnámskeið hefst 8. apríl 2022. Hér fylgja viðtöl við klíníska dáleiðendur í Reykjavík, Akureyri og í Hveragerði. Metoo umræðan erfið en grundvöllur þess að fólk vinni úr sárum áföllum Auður ÁrnadóttirLjósmynd Ásta Kristjánsdóttir Auður Árnadóttir klínískur dáleiðandi rekur eigin stofu á Akureyri en hún lauk námi við Dáleiðsluskóla Íslands í maí 2018. Auður starfaði lengi sem tannsmiður áður en hún ákvað að snúa við blaðinu og skrá sig í nám í dáleiðslu. Hún segir mannshugann heillandi viðfangsefni og dáleiðslu nýtast við úrvinnslu ólíkra tilfinninga. Auður bætti einnig við sig námi í EMDR (áfallameðferð fyrir dáleiðendur) og Hugrænni endurforritun og segir opnari umræðu í samfélaginu, meðal annars um kynferðisofbeldi, hafi hvatt margt fólk til þess að leita sér aðstoðar vegna alvarlegra áfalla. „Meetoo umræðan er erfið en nauðsynleg og hefur ýtt við mörgum að vinna í sínum málum og ég verð vissulega vör við það. Mörg eru jafnvel að segja frá erfiðri reynslu í fyrsta skipti, einmitt vegna þeirrar vitundarvakningar sem orðið hefur með opnari umræðu,“ segir Auður. „Ég hef áhuga á öllu sem snertir mannshugann og sérstaklega afleiðingum áfalla. Ég hef ekki sérhæft mig í neinu sérstöku þar sem reynsla mín er sú að fólk á öllum aldri leitar til mín með allskonar vandamál, alveg frá hræðslu við flugur eða að vilja hætta að reykja, yfir í dýpstu örvæntingu vegna fíkniefnaneyslu og alvarlegara afleiðinga áfalla, ofbeldis eða misnotkunar. Kvíði er oft birtingarmynd þessara vandamála,“ útskýrir Auður. Hún segir afar gefandi að sjá fólk fá lausn sinna mála. „Mér finnst dáleiðsla frábær aðferð til árangurs og ég er svo lánsöm að hafa oft orðið vitni að ótrúlegum bata hjá skjólstæðingum mínum. Ég vinn alltaf með Kjarnanum eða innri styrk, sem margir kalla Centrum. Hann höfum við öll og hann er forsendan fyrir því sem við köllum Hugræna endurforritun. Þegar við náum að tengjast Kjarnanum og virkja hann getur hann leyst úr ótrúlegustu málum.“ Auður leggur áherslu á að þeir sem til hennar leita njóti fulls trúnaðar. Gagnkvæm virðing ríki á stofunni og þar geti fólk talað um það sem það vill. Hún segir dáleiðslu ekki töfralausn, árangur meðferðar byggi á gagnkvæmri vinnu dáleiðanda og skjólstæðings. „Það er nauðsynlegt að taka á móti fólki með opnum huga og sýna því virðingu og tillitssemi. Það þarf líka að hafa auðmýkt í þessu starfi því að við dáleiðendur erum ekki galdrafólk og við "fixum" engan. Ef fólk er tilbúið til að breyta lífi sínu gerist það, annars ekki,“ útskýrir Auður. „Það er ekki hægt að láta fólk gera neitt í dáleiðslu sem það vill ekki sjálft. Við erum heldur ekki sálfræðingar eða geðlæknar, við erum ekki að sjúkdómsgreina fólk eða skipta okkur af lyfjagjöf. Við erum að hjálpa fólki með allskonar vandamál og verkefni sem lífið leggur því á herðar, að hjálpa sér sjálfu,“ segir Auður. Möguleikar dáleiðslumeðferðar eru óendanlegir Sigurbjörg Kristjánsdóttir.Ljósmynd Ásta Kristjánsdóttir „Ég sé ekki eftir að hafa stigið þetta skref. Ég hef alltaf haft áhuga á dáleiðslu og hef góða reynslu af henni sjálf. Þegar kaflaskipti urðu í lífi mínu dreif ég mig í námið. Ég ákvað strax að gera dáleiðslumeðferð að mínu aðalstarfi og setti á fót eigin stofu í Ármúla 23,“ segir Sigurbjörg Kristjánsdóttir, klínískur dáleiðandi. Sigurbjörg lærði hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Hún segir að klínískir dáleiðendur fái góðan stuðning og eftirfylgni frá skólanum á meðan fótunum er komið undir eigin starfsemi. Ómetanlegt að upplifa bata skjólstæðinganna „Ég nýt þess að hjálpa skjólstæðingum mínum og ákvað strax að ég myndi taka á hverju því sem þau vilja vinna með frekar en að reyna að sérhæfa mig. Það virðist vera hægt að leysa allan vanda með dáleiðslumeðferð og Hugrænni endurforritun þegar fólk er tilbúið til þess. Ég hef hjálpað mörgum að ná tökum á og eyða kvíða, sorg og reiði og leysa upp afleiðingar eineltis. Þegar fólk er tilbúið er hægt að losna undan afleiðingum áfalla. Það hafa allir sín vandamál en mér finnst oft ótrúlegt hvað sumir þurfa að burðast með í gegnum lífið. Sjálf er ég engin undantekning. Lífið breyttist gjörsamlega þegar ég hafði farið í nokkra tíma í Hugrænni endurforritun. Ég hef núna hugarró sem ég hafði ekki áður og er laus undan kvíðanum og öðrum afleiðingum þeirra áfalla sem ég varð fyrir á lífsleiðinni. Í mínu starfi hjálpar mín persónulega reynsla mér að hjálpa öðrum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir að oft komi í ljós þegar fólk hefur meðferð hjá dáleiðanda að rót vandans reynist önnur en sem fólk hélt þegar það leitaði aðstoðar. „Fólk segir líka oft þegar það kemur í fyrsta tímann „ég veit ekki af hverju ég er hérna!“ Sárar minningar og erfiðleikar eru hindranir í daglegu lífi okkar og fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því af hverju því líður eins og því líður og af hverju það er kannski alltaf reitt. Þetta geta verið sárar minningar frá uppvaxtarárum, drykkja foreldra, siðblinda foreldra, misnotkun, fólk hefur upplifað kynferðislegt áreiti og ofbeldi. Ég segi þeim að fyrsta skrefið sé að panta tímann, svo spjöllum við saman og ég reyni að hafa samtalið þægilegt. Skjólstæðingar eru í öruggu rými og ég dáleiði engan fyrr en viðkomandi er tilbúinn til þess,“ segir Sigurbjörg. Hún segir marga hræðast að koma í meðferð vegna fyrri reynslu þar sem þeir hafi þurft að upplifa áföllin aftur. Sigurbjörg segir að í Hugrænni endurforritun sé hægt að horfa á sára atburði úr fortíðinni - sem hafa verið að buga fólk - með augum, reynslu og þekkingu fullorðinnar manneskju - ekki með augum barnsins sem að var sært og vissi oftast ekki hvers vegna þetta gerðist. Hver tími tekur um tvo og hálfan klukkutíma. Áður hefur Sigurbjörg heyrt í viðkomandi og átt stutt spjall. Þá fylgir hún hverjum tíma eftir til að vita hvernig hafi gengið. Margir leita til hennar seinna með önnur vandamál en þau sem voru leyst og margir vísi vinum og fjölskyldu til hennar. Hún segir að tilfinninguna ólýsanlega að sjá árangurinn þegar skjólstæðingar hennar upplifa batann. „Þetta gerist ekki af sjálfu sér, ég set ekki bara plástur á sárið. Fólk er ekki í dái í tímunum heldur þátttakendur og stjórnendur meðferðarinnar. Það er ólýsanleg tilfinning að horfa í augu fólks þegar það kemur úr dáleiðsluástandinu og sjá léttinn og sjálfsþekkinguna sem það hefur öðlast á nokkrum klukkutímum. Það er unaður að geta veitt fólki þessa þjónustu og möguleikarnir eru óendanlegir í þessu starfi,“ segir Sigurbjörg. Fólk leitar til mín með alls konar vandamál - flest með óútskýrða vanlíðan Guðbjört EinarsdóttirLjósmynd Vilhelm „Ég er að koma mér fyrir hér í Hveragerði. Ég verð með stofu á tveimur stöðum á landinu, hér í Hveragerði og á Egilsstöðum og mun vinna á báðum stöðum á næsta ári,”segir Guðbjört Einarsdóttir, eða Birta eins og hún er alltaf kölluð. Áður bjó Birta í mörg ár á Egilsstöðum en ákvað að breyta til. „Mig langaði að færa mig suður á land og Hveragerði er spennandi staður og fallegur bær. Þegar þetta hús var auglýst ákváðum við hjónin að grípa tækifærið,“segir Birta. Birta er klínískur dáleiðandi en hafði lengi unnið með Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun þegar hún skráði sig í nám hjá Dáleiðsluskóla Íslands. „Því lengur sem ég starfaði sem Craniosacral Therapist fékk ég meiri löngun til að fá dýpri skilning á líðan, hugsun og hegðun fólks. Ég fór því í nám hjá Dáleiðsluskóla Íslands, fyrst í meðferðardáleiðslu og síðan Hugrænni endurforritun. Þetta eru ótrúlega kröftug tæki og frá útskrift hef ég nánast eingöngu starfað að dáleiðslu með Hugræna endurforritun sem aðalmeðferð,“ segir Birta. Hugræn endurforritun skilvirkt og vel gert prógramm „Fólk sem leitar til mín er með alls konar vandamál,flestir með óútskýrða vanlíðan. Síðan kemur rót vandans upp á yfirborðið þegar ég leiði einstaklinginn í gegnum ferlið. Ég er leiðsögumaðurinn í ferlinu og einstaklingurinn er á sínu ferðalagi í gegnum það sem hann er að fást við, sama hvað það er, kvíði, vanlíðan, einelti frá æsku, en oft fléttast þetta allt saman á lífsleiðinni,“ segir Birta. Hún segir bældar minningar geta truflað daglegt líf. „Það koma oft upp minningar í meðferðinni sem fólk er búið að gleyma eða geymir svo vel að það er alveg ómeðvitað um að þessir atburðir geti haft bein áhrif á alla daglega hegðun og hugsun. Stór þáttur er samskipti alveg frá barnæsku, samskipti foreldra, ættingja, misnotkun í einhverri mynd, missir og óunnar tilfinningar. Meðal annars hefur komið til mín fólk sem finnst það vera alveg útbrunnið. Fólk hefur þá oftast leitað til margra annarra fagaðila áður en það kemur í dáleiðslumeðferð, sem oft er síðasta hálmstráið,“ segir Birta. „Hugræn endurforritun er alveg ótrúlega skilvirkt og vel gert ferli sem gagnast í öllum meðferðum, af því að við þurfum öll að skoða huga okkar og losa okkur við það sem gagnast okkur ekki lengur á lífsleiðinni og hlúa að því sem gerir okkur betri manneskjur. Við þurfum að leita að sátt við okkur sjálf,“ segir Birta.
Hægt er að hafa samband við dáleiðendur og bóka tíma á daleidslufelagid.is Dáleiðslunám er hægt að bóka hjá Dáeiðsluskóla Íslands á síðunni daleidsla.is Næsta grunnnámskeið skólans hefst 11. febrúar 2022. Næsta framhaldsnámskeið hefst 8. apríl 2022.
Heilsa Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira