Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM Sindri Sverrisson skrifar 24. desember 2021 09:00 Guðmundur Guðmundsson leiðbeinir sínum mönnum á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs. Nú er förinni heitið til Búdapest á EM í janúar. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. Guðmundur er á leið með Ísland á EM í Búdapest í janúar. Það verður hans fjórða stórmót eftir að hann tók við landsliðinu í þriðja sinn í febrúar 2018, af Geir Sveinssyni. Þegar Guðmundur tók við setti hann sér og íslenska landsliðinu háleitt markmið um að komast á ný í hóp átta bestu landsliða heims. Á HM 2019 endaði Ísland í 11. sæti. Á EM ári síðar komst Ísland áfram úr riðli þar sem Danmörk og Rússland sátu eftir, en endaði aftur í 11. sæti. Á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs, án Arons Pálmarssonar, endaði Ísland hins vegar í 20. sæti. En hve langt telur Guðmundur sig og íslenska liðið hafa náð á þeirri vegferð að verða eitt af átta bestu landsliðum heims? „Þetta er mjög slungin spurning. Ég hef yfirleitt sett mér háleit markmið og þetta er mjög háleitt markmið. Við erum að nálgast þetta,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni, eftir að hafa valið EM-hópinn sinn. Klippa: Guðmundur og markmiðið um að komast í hóp átta bestu „Það vantaði ekki mikið upp á að ná mjög góðum úrslitum á HM, ef við hefðum haft menn þar alla til taks. Við viljum sjá okkur stíga það næsta skref núna að komast í topp tíu, og feta okkur svo áleiðis nær toppnum, hægt og rólega. Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni en við verðum bara að sjá hvað þetta mót felur í sér. EM er mjög erfitt mót, fá lið í riðli og öll mjög sterk. Það getur allt gerst og ég hef bullandi trú á þessu liði. Ég tel að ef við „hittum á það“ þá sé allt mögulegt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu“ „Ég er bjartsýnn. En það er alltaf þannig að maður hugsar; „Sleppum við við meiðsli? Fáum við hópinn eins og hann er sterkastur á þessum tímapunkti, eða koma inn meiðsli eins og gerðist því miður á HM í fyrra?“ Þá féllu út fjórir lykilmenn og þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu, og hefur alltaf gert frá því að ég man eftir mér.“ Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Guðmundur er á leið með Ísland á EM í Búdapest í janúar. Það verður hans fjórða stórmót eftir að hann tók við landsliðinu í þriðja sinn í febrúar 2018, af Geir Sveinssyni. Þegar Guðmundur tók við setti hann sér og íslenska landsliðinu háleitt markmið um að komast á ný í hóp átta bestu landsliða heims. Á HM 2019 endaði Ísland í 11. sæti. Á EM ári síðar komst Ísland áfram úr riðli þar sem Danmörk og Rússland sátu eftir, en endaði aftur í 11. sæti. Á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs, án Arons Pálmarssonar, endaði Ísland hins vegar í 20. sæti. En hve langt telur Guðmundur sig og íslenska liðið hafa náð á þeirri vegferð að verða eitt af átta bestu landsliðum heims? „Þetta er mjög slungin spurning. Ég hef yfirleitt sett mér háleit markmið og þetta er mjög háleitt markmið. Við erum að nálgast þetta,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni, eftir að hafa valið EM-hópinn sinn. Klippa: Guðmundur og markmiðið um að komast í hóp átta bestu „Það vantaði ekki mikið upp á að ná mjög góðum úrslitum á HM, ef við hefðum haft menn þar alla til taks. Við viljum sjá okkur stíga það næsta skref núna að komast í topp tíu, og feta okkur svo áleiðis nær toppnum, hægt og rólega. Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni en við verðum bara að sjá hvað þetta mót felur í sér. EM er mjög erfitt mót, fá lið í riðli og öll mjög sterk. Það getur allt gerst og ég hef bullandi trú á þessu liði. Ég tel að ef við „hittum á það“ þá sé allt mögulegt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu“ „Ég er bjartsýnn. En það er alltaf þannig að maður hugsar; „Sleppum við við meiðsli? Fáum við hópinn eins og hann er sterkastur á þessum tímapunkti, eða koma inn meiðsli eins og gerðist því miður á HM í fyrra?“ Þá féllu út fjórir lykilmenn og þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu, og hefur alltaf gert frá því að ég man eftir mér.“ Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06